Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

7. fundur 15. nóvember 2006 kl. 12:47 - 12:47 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 7 Dags : 15.11.2006
7. fundur tómstundanefndar
 
 
 
 
Kynnisferð tómstundanefndar Borgarbyggðar til Mosfellsbæjar og Reykjanesbæjar miðvikudaginn 15. nóv. 2006
kl. 12.00
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson,Ari Björnsson,Ásdís Helga Bjarnadóttir,Sigríður Bjarnadóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir
Sveitarstjóri:Páll Brynjarsson
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
Dagskrá:
  1. Kynnisferð í Mosfellsbæ
Haldið var sem leið liggur á bæjarskrifstofurnar Mosfellsbæ þar sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri tók á móti nefndarfólki ásamt Sigurði Guðmundssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Bæjarstjóri fór yfir samninga við Nýsir og sagði frá þróun mála í þessum geiraí Mosfellsbæ og kom sérstaklega inn á uppbyggingu nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Láguhlíð
Fórum síðan og skoðum Íþróttamiðstöðina í Láguhlíð undir leiðsögn umsjónarmanns.
 
  1. Kynnisferð í Reykjanesbæ
Farið var því næst í heimsókn í Reykjanesbæ þar sem Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri menningar,- íþrótta,- og tómstundráðs tók á móti okkur ásamt Ragnari Erni Péturssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa í Ráðhúsi bæjarins. Fóru þeir ásamt kynningarfulltrúa bæjarins yfir helstu verkefni sem framundan eru í sveitarfélaginu og því næst var farið í skoðunarferð í sundmiðstöð Keflavíkur þar sem nýbyggð Vatnaveröld fyrir börn og 50 metra innilaug voru skoðuð. Því næst var Íþróttaakademían ásamt 88 ungmennahúsi skoðuð og starfsemi kynnt. Því næst haldið heim eftir vel heppnaða kynnisferð.
 
 
 
Komið heim um 23.00
Indriði Jósafatsson
(sign)