Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

8. fundur 07. desember 2006 kl. 12:52 - 12:52 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 8 Dags : 07.12.2006
8. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í Ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudaginn 7. des. 2006
kl. 16.30
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson, Ari Björnsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir,Sigríður Bjarnadóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir.
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi: Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
 1. Drög að starfsáætlun tómstundanefndar 2007
Drög að starfáætlun tómstundanefndar fyrir næsta ár lögð fram.
 
 1. Aðkoma sveitarfélagsins að íþróttastarfi sem unnið er í félögum og deildum
Málin rædd og ákveðið að halda áfram með umræðuna á næsta fundi.
 
 1. Græn fríkort til meistaraflokka
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna formönnum deilda betur reglur um græn fríkort til meistarflokksmanna og kvenna.
 
 1. Aksturstyrkir úr dreifbýli
Reglugerð yfirfarinn og vísað til byggðaráðs.
 
 1. Íþróttamaður ársins
Reglur framlagðar. Tómstundanefnd samþykkti reglurnar með breytingum.
Vísað til sveitarstjórnar.
 
 1. Starfsmannamál í Óðali
Starfsmannamál Óðals rædd.
 
 1. Forvarnar- og æskulýðsdagur 9. nóv. s.l.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi sagði frá vel heppnuðum forvarnardegi unglinga sem haldin var í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi þar sem á fjórða hundrað unglingar skemmtu sér hið besta og sömdu sjálf slagorð og dagskrá kvöldsins.
 
 1. Vígsla félagsmiðstöðvar unglinga á Varmalandi 29. nóv. s.l.
Starf í nýju félagsmiðstöðinn fer vel af stað og eftir foreldrafund á Kleppjárnsreykjum er ástæða til að skoða þegar að setja upp félagsmiðstöð fyrir unglingana þar.
 
 1. Jólaútvarp unglinga í Óðali 12.-15. des. n.k.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá árlegu jólaútvarpi unglinga í Óðali sem fer í loftið næstkomandi þriðjudag.
 
 1. Framlenging á samningi við körfuknattleiksdeild varðandi gæslu og þrif í ÍÞMB
Samningur framlagður. Ákveðið að gera skriflegar verklýsingu fyrir þetta starf.
 
 1. Samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar vegna starfa Guðmundar Inga Þorvaldssonar
Vel var tekið í samstarf við Guðmund. Formanni falið að vinna áfram að málinu.
 
 1. Erindi frá Byggðaráði v/styrkumsóknar frá Danshópi Evu Karenar á Kleppjárnsreykjum
Mælt er með að danshópur Evu Karenar verði veittur styrkur í þetta verkefni.
 
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.00
Indriði Jósafatsson
(sign)