Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

80. fundur 07. júní 2001 kl. 17:20 - 17:20 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 80 Dags : 07.06.2001
80. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11, 7. júní 2001 kl. 17:15

Mætt voru:
Helga Halldórsdóttir
Ragna Sverrisdóttir
Sigmar Gunnarsson
Sveinbjörg Stefánsdóttir
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Þá sat formaður umf. Skallagríms, Jófríður Hanna Sigfúsdóttir fundinn meðan rætt var um íþrótta- og tómstundaskóla.

1. Indriði kynnti fund sem haldinn var með Íþróttanefnd ríkisins 22. maí.
Nefndinni voru kynntar helstu áherslur sveitarfélagsins í íþrótta- og æskulýðsmálum í Borgarbyggð og farið með hana í kynnisferð um íþróttasvæðið í Borgarnesi. Fundinn sátu auk íþróttanefndarinnar, Stefán Kalmansson bæjarstjóri, Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Helga Halldórsdóttir formaður Tómstundanefndar Borgarbyggðar og Ásdís Helga Bjarnadóttir formaður UMSB.
Rætt var um framtíðarsýn og áætlanir í íþrótta- og æskulýðsmálum. M.a. hugmyndir að byggingu nýs íþróttahúss í Borgarnesi, um vallarhús við Skallagrímsvöll, útiklefa við sundlaug, leiklaug við sundlaugina í Borgarnesi og uppbyggingu sundlaugarinnar að Varmalandi. Þá var rætt um almenningsíþróttir og útivist.
2. Íþrótta- og tómstundaskóli.
Kynnt voru drög að uppsetningu íþrótta- og tómstundaskóla. Lagt fram minnisblað af fundi skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, bæjarstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Tómstundanefndin tekur undir þær hugmyndir sem þar koma fram að ráðinn verði íþróttakennari í 50% starf hjá Grunnskólanum og 50% starf við íþrótta- og tómstundaskólann í samstarfi við umf. Skallagrím.
3. Rætt um vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar.
Ákveðið að senda vímuvarnarstefnuna til kynningar inn á öll heimili í Borgarbyggð.
4. Rætt um Félagsmiðstöðina Mímir, félagsmiðstöð eldri unglinga.
Óskir hafa komið fram um að hafa fasta opnunartíma í sumar. Tómstundanefnd leggur til að opið verði 1x í viku frá 22. júní út ágúst.
5. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti eftirtalin mál.
· Auglýsa þarf eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Óðal.
· Nú stendur yfir vinna við brunavarnir í félagsmiðstöðinni Óðal skv. ábendingum slökkviliðsstjóra.
· Vinnuskólinn tók til starfa 1. júní með fyrirlestri Ólafs Sigurðssonar, starfsmanni hjá Hitaveitu Borgarness, þar sem hann fór yfir verklag og tilgang vinnu.
· Þann 30. maí s.l. voru þreytt hæfnispróf sundstaða af starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og sundlaugarinnar að Varmalandi.
· Rekstrarsamningar um Skallagrímsvöllinn eru í vinnslu.
· Skv. samkomulagi við rekstrarnefnd Þinghamars mun Borgarbyggð setja fjármagn í lagfæringu á grasvellinum að Varmalandi. Völlurinn verður sandaður og mörk fest.
· Kynntur kofavöllur. Kynntar hugmyndir um kofavöll eða smíðabyggð sem mun rísa í Sandvíkinni í sumar.
· Kynnt dagskrá 17. júní.

Fleira ekki gert og fundi slitið 19.15
Helga Halldórsdóttir, fundarritari