Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

11. fundur 01. mars 2007 kl. 12:47 - 12:47 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 11 Dags : 01.03.2007
11. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 1. mars. 2007 kl. 16.30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson, Ari Björnsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir. Íþrótta- og æskulýðfulltrúi: Indriði Jósafatsson
 
 
Formaður setti fund. Dagskrá:
 
1. Vímuvarnir.
Rætt um hverjir væru lykilaðilar í forvarnarstarfi og hverjir gætu myndað svokallaðan Lykilhóp forvarna. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að erindisbréfi og að kalla lykilaðila sem hafa afskipti af íþrótta- og æskulýðsmálum á fund.
 
2. Úthlutun æfingatíma í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að samræmdum reglum milli íþróttamiðstöðva.
 
3. Nýting æfingatíma í íþróttamiðstöðvum.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að láta starfsfólki íþróttamiðstöðva skrá iðkendafjölda á æfingum í íþróttasal allan marsmánuð.
 
4. Starfsmannamál - verkefnisstjóri í Óðal.
Málið kynnt. Ákveðið að auglýsa starfið á næstu dögum.
 
5. Félagsmiðstöð á Varmalandi/Bifröst.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu mála.
 
6. Uppbygging skíðasvæðis í Ok.
Ákveðið að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera frumathugun á málinu.
 
7. Samstarf við Fræðslunefnd vegna íþróttaskóla.
Formaður kynnti stöðu mála.
 
8. Innganga félagsmiðstöðva í SAMFÉS.
Samtök Félagsmiðstöðva á Íslandi Samfés hafa samþykkt umsókn frá Félagsmiðstöðinni Hosiló Varmalandi og Félagsmiðstöðinni Kleppjárnsreykjum um forlega inngöngu í samtökin. Helgina 2.-3. mars fara því um 150 unglingar úr þremur félagsmiðstöðvum úr Borgarbyggð á Samféshátíðina sem haldin er um helgina í Laugardalshöll. Þar koma um 6.000 þúsund unglingar af öllu landinu saman og skemmta sér án vímuefna.
 
9. Kynning fyrir nýbúa s.l. sunnudag.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá kynningu sem hann var með fyrir nýbúa í samvinnu við Margmenningarfélagið um starfsemi sem í boði er fyrir almenning í íþrótta- og æskulýðsmálum sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00
IndriðiJósafatsson
(sign)