Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

14. fundur 30. ágúst 2007 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 14 Dags : 30.08.2007
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn 30. ágúst 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsinu Borgarbraut 14 Borgarnesi.
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund og bauð Kristmar Ólafsson velkomin til starfa í tómstundanefnd. Jafnframt var Hólmfríði Sveinsdóttur þökkuð vel unnin störf í nefndinni og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
 
Dagskrá:
 
1. Kosning varaformanns.
Kristmar Ólafsson var kjörinn varaformaður tómstundanefndar.
 
2. Staða mála.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá stöðu mála að loknu sumri og fór yfir gestatölur sumarsins í íþróttamannvirkjum.
 
3. Öryggismál sundstaða
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir öryggismál í sundlaugum sveitarfélagsins og þær endurbætur sem búið er að gera og er verið að framkvæma í sundlaugum sveitarfélagsins til að auka öryggi sundgesta.
Sameiginlegt námskeið í öryggismálum þeirra sem sáu um afleysingar var haldið í júníbyrjun og sóttu það allir afleysingastarfsmenn í Borgarnesi, Varmalandi og Kleppjárnsreykjum auk þess sem starfsfólk Hreppslaugar kom og sat námskeiðið líka. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór og skoðaði aðstæður í sundlauginni Brún og þar voru gerðar vissar lágmarksráðstafanir varðandi hópa sem sóttu þessa laug í sumar. Tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að rekstarfyrirkomulag sundlaugarinnar í Brún verði skoðað nú þegar með tilliti til gildandi öryggisreglna sundsstaða.
 
4. Vetrarstarf í íþróttamiðstöðvum, félagsmiðstöðvum og ungmennahúsi
Skipulag á dagskrá næsta vetrar er langt komið og verið að raða niður tímum í sali og tilboðum fyrir almenning. Vetrarbæklingur þar sem fram kemur það helsta sem í boði er í almenningsíþróttum og í starfi einstakra félaga og deilda verður borin í hús á næstu dögum.
 
5. Reglur vegna úthlutun á tímum í íþróttamannvirkjum.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að reglum fyrir úthlutar á tímum í sal til skóla, félaga og deilda. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að drögunum áfram og hafa þær tilbúnar á næsta fundi nefndarinnar.
 
6. Íþróttaskóli 1. – 2. bekkur
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá fundum sem haldnir hafa verið til þess að undirbúa íþróttaskóla fyrir börn og UMSB héldi utan um. Hugmyndin gengur út á það að hafa fjölbreyttar æfingar fyrir þennan aldurshóp í nánum tengslum við frístundaheimili skólans sem staðsett verður í Skallagrímshúsinu.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúa ásamt formanni falið að vinna áfram að málinu.
 
7. Unglingastarf í björgunarsveitum.
Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Ok og Björgunarsveitarinnar Brákar, þeir Þór Þorsteinsson og Jón Harðarson mættu á fundinn og kynntu hugmynd að samstafi um að stofna sameiginlega ungliðasveit fyrir
14 - 18 ára ungmenni sem hefði það hlutverk að ala upp björgunarsveitarfólk framtíðarinnar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða nánar við forsvarsmenn björgunarsveitanna um útfærslu á hugmyndinni.
 
8. Þjónustukönnun Capacent Gallup fyrir Borgarbyggð.
Þjónustukönnun framlögð og kynnt.
 
9. Menningarstefna Borgarbyggðar.
Framlögð drög að Menningarstefnu Borgarbyggðar. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi sagði frá þeim athugasemdum sem hann hefði gert nú þegar.
 
10. Könnun félagsmálanefndar á kjörum kynjanna.
Könnunin framlögð.
 
Næsti fundur nefndarinnar ákveðinn miðvikudaginn 12. september kl. 16:00.
 
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.10
Indriði Jósafatsson
(sign)