Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 16
Dags : 25.10.2007
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
16. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn
25. okt. 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2008.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti þann fjárhagsramma sem tómstundanefnd hefur verið úthlutað vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun vinna greiningu og tillögu niður á einstaka liði og senda nefndarmönnum þannig að fyrir næsta fund nefndarinnar á að vera komin mótuð tillaga.
2. Starfsáætlun 2008.
Starfsáætlun framlögð.
3. Tómstundadagur í Borgarbyggð.
Farið yfir fyrstu hugmyndir að uppsetningu á "Tómstundadegi í Borgarbyggð". Verkefnið rætt og íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að vinna málið áfram þannig að 2. febrúar 2008 verði þessi dagur að veruleika.
4. Forvarnarmál.
Á fundinn mættu Hanna Sigríður Kjartansdóttir forvarnarfulltrúi og Sigurþór Kristjánsson, starfsmenn Óðals, og kynntu stöðu mála. Forvarnarvika verður dagana 5.-8. nóvember í Grunnskólanum í Borgarnesi og félagsmiðstöðinni Óðal og öðrum grunnskólum sveitarfélagsins verður boðin þátttaka í verkefninu.
5. Kynnisferð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til Danmerkur.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi sagði frá kynnisferð hans með FÍÆT, Félagi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi til Danmerkur.
6. Námskeið fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og Akranesi.
Sameiginlegt námskeið var haldið fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðva á Hótel Hamri í vikunni og tókst með eindæmum vel. Á dagskrá var þjónustunámskeið og fleiri mál sem starfsfólk þarf að kunna skil á.
7. Samningur við Olís.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi kynnti nýjan innkaupsamning við Olís vegna klór og sápu kaupa í sundlaugar sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:55
(sign)