Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

17. fundur 29. nóvember 2007 kl. 17:30 - 17:30 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 17 Dags : 29.11.2007
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar fimmtudaginn
29. nóv. 2007 kl. 17.30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Kristmar Ólafsson
Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir
Ásdís Helga Bjarnadóttir boðaði forföll
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:IndriðiJósafatsson
 
Formaður setti fund.
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun 2008.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög af fjárhagsáætlun 2008.
 
2. Íþróttaskóli fyrir 1. og 2. bekk.
Kristín Markúsdóttir mætir á fundinn og sagði frá starfsemi skólans. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt starfsmanni UMSB munu funda með forsvarsmönnum deilda í desember og fara yfir stöðu mála viðkomandi íþróttaskóla.
3. Félagsmiðstöðvar Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá fundi sem hann átti með fræðslustjóra og skólastjórum í sveitarfélaginu um aukið samstarf. Sagði hann frá góðum fundum með unglingum og stjórnum nemendafélaga í Varmalandi og Kleppjárnsreykjum og stöðu mála varðandi stofnun félagsmiðstöðvar á Kleppjárnsreykjum.
Gerður hefur verið samningur við Kollubúð á Hvanneyri um að unglingar á Hvanneyri komi þar inn með starfsmanni eitt kvöld í viku líkt og unglingar í Bifröst gera í Gauknum kvöldfélagsaðstöðu sinni þar.
 
4. Tómstundadagur í Borgarbyggð.
Rætt um að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt formanni tómstundanefndar ræði hugmyndina við menningarfulltrúa og sveitarstjóra.
 
5. Málþing um forvarnamál.
Rætt um málþing um forvarnarmál á vegum Óðals þar sem unglingar og foreldrar hittast yfir morgunverði og ræða málin. Stefnt er á að halda fundinn þann 19. janúar n.k.
 
6. Mótorsmiðja.
Rætt um málefni mótorsmiðju.
 
7. Íþróttamannvirki í Borgarbyggð.
Rætt um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð. Tómstundanefnd ítrekar fyrri afstöðu sína um nauðsyn þess að hönnun fari af stað á stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi.
 
8. Erindi frá UMF. Íslendingi.
Framlagt erindi frá UMF. Íslendingi um uppbyggingu íþróttahúss á Hvanneyri sem Byggðarráð beindi til tómstundanefndar. Tómstundanefnd hvetur til að rætt verði við hlutaðeigandi og farið yfir mögulega uppbyggingarmöguleika á íþróttamannvirkjum á Hvanneyri í samstarfi við LBHÍ.
 
9. Erindi v/árskorta í líkamsrækt.
Rætt var um niðurgreiðslur á mánaðarkortum til starfsmanna Borgarbyggðar í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins en beiðnir um að þær gildi líka fyrir árskort hafa komið fram. Tómstundanefnd beinir því til Byggðarráðs að skoða þetta mál og hliðstæð í tengslum við starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25
Indriði Jósafatsson
(sign)