Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

18. fundur 31. janúar 2008 kl. 15:58 - 15:58 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 18 Dags : 31.01.2008
FUNDARGERÐ
18. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 31. jan. 2008 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá
 
1. Íþróttamaður Borgarbyggðar 2007.
 
Tilnefnd eru:
Hestamennska
Heiðar Árni Baldursson – Hestamannafél. Faxi
Guðmundur Margeir Skúlason - Hestamannafél. Snæfellingi
Bjarki Þór Gunnarsson – Hestamannafél. Skuggi
Tómstundanefnd velur Guðmundur Margeir Skúlason hestamann ársins.
 
Frjálsar íþróttir
Arnar Hrafn Snorrason – Umf. Íslendingi er frjálsíþróttamaður ársins.
 
Sund
Jón Ingi Sigurðsson - Umf. Skallagrím er sundmaður ársins.
 
Blak
Rósa Marinóssdóttir Umf. Íslendingi er blakmaður ársins.
 
Badminton
Ísfold Grétarsdóttir – Umf. Skallagrím er badmintonmaður ársins.
 
Körfuknattleikur
Davíð Ásgeirsson - Umf. Stafholtstungna
Hafþór Ingi Gunnarsson – Umf. Skallagrím
Tómstundanefnd velur Hafþór Ingi Gunnarsson körfuknattleiksmann ársins.
 
Knattspyrna
Einar Þorvaldur Eyjólfsson – Umf. Skallagrím
Björk Lárusdóttir – Umf. Íslendingur
Tómstundanefnd velur Einar Þorvald Eyjólfsson knattspyrnumann ársins.
 
Golf
Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness er golfari ársins.
 
Úr þessum ágætu tilnefningum útnefndi tómstundanefnd Hafþór Ingi Gunnarsson Íþróttamann Borgarbyggðar árið 2007
 
Ákveðið var að heiðra landsliðsfólk sem valið var í landslið á síðasta ári.
Trausti Eiríksson - U16 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Sigurður Þórarinsson - U16 ára unglingalandslið í körfuknattleik.
Bjarki Pétursson U15 unglingalandslið í golfi
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – A- landslið kvenna í körfuknattleik. ( Keppti fyrir Hauka, Skallagrím og KR á árinu)
Tinna Kristín Finnbogadóttir – unglingalandsliðssæti í skák.
Tómstundanefnd hefur ákveðið að heiðra Guðmund Sigurðsson fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta-og æskulýðsmála um langt árabil í héraðinu.
 
Auk þess heiðrar tómstundanefnd Guðmund Inga Einarssonfyrir frábæran árangur Special Olympics íKína á síðastliðnu ári.
2. Erindisbréf fyrir Ungmennaráð Borgarbyggðar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög af erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Borgarbyggðar.
3. Kynningardagur á frítímastarfi.
Rætt var um að halda í haust kynningardag frítímastarfs í sveitarfélaginu þar sem deildir og félög sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi er gefin kostur á að kynna vetrarstarf sitt.
Þeir sem starfa að menningarmálum eins og kórar og tónlistarskóli verði boðin þátttaka.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu.
 
4. Staða mála í mannvirkjum
Rætt um stöðu viðhaldsmála og fleiri mála sem í gangi eru.
Rætt var sérstaklega um stöðu öryggismála í sundlaugum sveitarfélagsins.
 
5. Málþing um forvarnir í Óðali
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti málþing um forvarnarmál sem haldið var í Óðali um síðustu helgi. Um þrjátíu manns mættu og hlustuðu á nemendur segja frá íþrótta- og æskulýðsstarfi sem unnið er með unglingum í sveitarfélaginu í félagsmiðstöðvum, íþróttamannvirkjum og víðar. Skipt var í umræðuhópa og niðurstöður ræddar og að lokum lokaði Hugo Þórisson þinginu með fínu erindi um eðlileg samskipti foreldra og unglinga og mikilvægi þess að foreldrar taki þátt í starfinu.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir niðurstöður könnunar sem unnin var af forvarnarfulltrúa og unglingum um aðgengi barna og unglinga að tóbaki og áfengi á sölustöðum þess í sveitarfélaginu.
Kynnt voru drög að nýrri forvarnarstefnu sveitarfélagsins sem forvarnarfulltrúi hefur verið að vinna í samvinnu við forvarnarnefnd.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.34
IndriðiJósafatsson
(sign)