Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

19. fundur 28. febrúar 2008 kl. 14:18 - 14:18 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 19 Dags : 28.02.2008
FUNDARGERÐ
19. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 28. feb. 2008 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
 
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
 
 
1. Öryggismál sundstaða – staða mála
 
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi - Búið er að setja upp neyðarrofa á útisvæði, eftirlitsturni, eimbaði, klefum fyrir fatlaða og lyftu. Neyðarrofar þessir tengjast beint í stjórnstöð í afgreiðslu og eftirlitsturni og láta vita hvar hjálpar er þörf í húsinu. Verið er að fara í gegn um myndarvélarkerfi í húsinu og bæta við vélum og uppfæra tölvu sem tekur upp myndir í eftirlitskerfinu. Tómstundanefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að meta kostnað við endurbætur á öryggismyndavélakerfi hússins og leggja fyrir byggðaráð.
Fyrir dyrum stendur uppsetning á myndavélum í íþróttamiðstöðvunum á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum.
2. Sameiginlegt námskeið fyrir starfsfólk vinnuskóla og íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og á Akranesi haldið í maí n.k.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá samstarfsverkefni sem verið nú er verið að skipuleggja varðandi námskeið í vor fyrir starfsfólk vinnuskóla og íþróttamiðstöðva. Þetta er á líkum nótum og námskeið sem haldið var í fyrravor og fyrrahaust með þessum sömu aðilum og tókst mjög vel. Ákveðið hefur verið að í ár verði haldið námskeið um samskipti við erfiða einstaklinga og fræðsla um fjölmenningarlegt umhverfi í þessum störfum. Hæfnipróf sundstaða og skyndihjálparnámskeið verða að venju haldin í íþróttamannvirkjum en þau verða ekki haldin sameiginlega að þessu sinni.
3. Erindi frá Guðríði Ebbu Pálsdóttur
Erindi framlagt til kynningar.
 
4. Erindi frá Björgunarsveitinni Brák
Erindið framlagt til kynningar.
 
5. Félagsmiðstöðin Kleppjárnsreykjum
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá samkeppni sem stjórn nemendafélagsins Framtíðarinnar stóð fyrir á unglingastiginu í Grunnskóla Borgarfjarðar um nafn á félagsmiðstöðina á Kleppjárnsreykjum.
Eftir atkvæðagreiðslu stóð eftir nafnið MÓFÓ.
 
 
 
6. Erindisbréf ungmennaráðs ( 2. drög )
Erindisbréfið lagt fyrir til kynningar. Samþykkt með áorðnum breytingum.
 
7. Staða mála varðandi sparkvelli og reiðhallarbyggingu við Vindás.
Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar hafa verktakar ekki náð að klára endanlega frágang við vellina í Bifröst og Hvanneyri en þeir ættu að verða tilbúnir í vor.
Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Gíslasyni formanni stjórnar Reiðhallar-Vindási efh. þá er undirbúningi nánast lokið og búið er að semja um forsteypta sökkla og uppsetningu þeirra. BM-Vallá mun síðan reisa húsið í vor og á það að vera uppkomið um miðjan ágúst.
 
8. Fjöldi gesta í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar 2007
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi gestir árið 2007 samtals 149.944.
Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum gestir árið 2007 samtals 25.822 .
Íþróttamiðstöðin Varmalandi gestir árið 2007 samtals 20.185.
 
9. Forvarnir
Af gefnu tilefni lýsir tómstundanefnd áhyggjum sínum af stöðu mála er varðar tóbaks- og áfengissölu í smásöluverslunum á svæðinu þar unglingar eru í afgreiðslu. Það er skýrt samkvæmt landslögum að unglingar yngri en 18 ára mega ekki selja eða kaupa tóbak og yngri en 20 ára mega ekki selja eða kaupa áfengi. Tómstundanefnd felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ræða við þá aðila sem hafa lögsögu í þessum málum.
 
10. Gjaldskrá
Rætt um afslátt til unglinga í grunnskólum og ungmenna í ungmennahúsi og menntaskóla varðandi sérhæfð námskeið sem í boði eru í þolfimisal.
Einnig rætt um vor og sumartilboð fyrir almenning á námskeið í þolfimisal. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera úttekt á þessum málum og koma með tillögur til tómstundanefndar.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:18
IndriðiJósafatsson
(sign)