Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 22
Dags : 07.05.2008
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
22. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
miðvikudaginn 7. maí. 2008 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi:Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Úthlutun styrkja vegna íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfsemi í Borgarbyggð 2008
Alls bárust 9 umsóknir og voru þær allar styrkhæfar.
Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum.
Ungmennafélagið Skallagrímur.................................................kr. 3.200.000
Ungmennafélag Reykdæla.........................................................kr. 450.000
Ungmennafélag Stafholtstungna................................................kr. 250.000
Ungmennafélagið Íslendingur....................................................kr. 350.000
Skátafélag Borgarness................................................................kr. 150.000
Hestamannafélagið Skuggi.........................................................kr. 150.000
Björgunarsveitin Brák............................................................. ...kr. 60.000
Nemendafélag Grunnskóla Borgarness.......................................kr. 70.000
Húsráð Mími ungmennahúss.......................................................kr. 70.000
Samtals er mælt með að 4.750.000,- verði veittar í þessa styrki á árinu.
2. Forvarmál
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá dreifingu á forvarnarbolum sem allir unglingar í Borgarbyggð fengu en verkefni þetta er hluti af forvarnaráróðri „Samráðshóps um forvarnir í Borgarbyggð“.
3. Sumarið 2008
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi útgáfu á árlegu upplýsingariti fyrir börn og unglinga og foreldra þeirra varðandi sumarstarf.
4. Aðalfundur FÍÆT haldinn á Dalvík um síðustu helgi
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi sagði frá aðalfundi Félags íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem fór fram á Dalvík daganna 2.-3. maí. Á fundinum voru mörg merkileg erindi flutt um íþrótta- og æskulýðsmál. Mannvirki og menningarstofnanir skoðaðar á Eyjafjarðarsvæðinu.
5. Erindi frá körfuknattleiksdeild Skallagríms
Framlagt erindi körfuknattleiksdeildar Skallagríms um styrk vegna alþjóðlegs körfuboltamóts sem haldið var í Borgarnesi í aprílmánuði. Tómstundanefnd samþykkir styrkveitingu upp á 150.000 kr.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.19.20
(sign)