Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

23. fundur 19. júní 2008 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 23 Dags : 19.06.2008
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 19. júní 2008 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Varamaður fyrir Ara Björnsson var Guðmundur Sigurðsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: IndriðiJósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
1. Formenn UMSB og Skallagríms mættu á fund
Margrét Halldóra Gísladóttir formaður Umf. Skallagríms og Friðrik Aspelund formaður UMSB mættu á fundinn til að ræða aukið samstarf Borgarbyggðar, UMSB, Umf. Skallagríms og annarra félaga.
 
2. Stefnumótun málaflokksins
Samþykkt var að óska eftir því við sveitarstjórn að fá heimild og fjárveitingu til að fara í stefnumótunarvinnu fyrir málaflokkinn.
 
3. Vallarhús og geymsla Skallagrímsvelli.
Kynntar voru niðurstöður vinnuhópsins.
 
4. Íþróttadagur/menningardagur í september – kynning á frístundastarfi í Borgarbyggð
Ákveðið var að laugardaginn 4. október n.k. yrði haldin kynnisdagur í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi á frístundastarfi sem til boða stendur í sveitarfélaginu næsta vetur.
Yrði þetta sameiginlegur kynnisdagur á starfi þeirra aðila sem skipuleggja íþrótta- æskulýðs og menningarstarf í Borgarbyggð.
 
5. Jónsmessugleði sundlauginni Borgarnesi
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá Jónsmessugleði sem vera á í sundlauginni Borgarnesi n.k. þriðjudagskvöld og þar verður boðið upp á tónlistarflutning og skemmtiatriði.
Sundlaugin verður opin óvenju lengi þennan lengsta dag ársins eða frá kl. 6.30 – 24.00
 
6. Leikvallarmál - tækjakaup
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti val á leiktækjum á leiksvæði í sveitarfélaginu.
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18.30
Indriði Jósafatsson