Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

24. fundur 28. ágúst 2008 kl. 10:25 - 10:25 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 24 Dags : 28.08.2008
FUNDARGERÐ
24. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 28. ágúst 2008 kl. 17.00 í Menntaskóla Borgarfjarðar.
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Ari Björnsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
 
1. Skoðunarferð um húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar.
Skólameistari og húsvörður Menntaskóla Borgarfjarðar fóru skoðunarferð um húsakost MB með tómstundanefndarfólki.
 
2. Stefnumótun málaflokksins.
Samþykkt að halda vinnufund nefndarinnar um verkefnið fimmtudaginn 18. september kl. 17:00.
 
3. Kynningardagur á tómstundastarfi í Borgarbyggð.
Rætt um kynningardag tómstundaaðila í Borgarbyggð, ljóst er að dagsetning Sauðamessu hittir á sama dag og fyrirhugaður kynningardagur á tómstundastarfi. Tómstundanefnd leggur til að þessar uppákomur verði sama dag, 4. október n.k.
 
4. Vetrarstarf.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að skipulagi á almenningsíþróttastarfi í Borgarbyggð í haustbyrjun. Um er að ræða nokkra uppstokkun á starfinu frá því sem verið hefur með það að leiðarljósi að efla og víkka þjónustuna. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að kynna almenningsíþróttastarfið fyrir íbúum Borgarbyggðar.
Einnig fór Íþrótta og æskulýðsfulltrúi yfir hvernig mál standa varðandi starfsemi félagsmiðstöðvanna. Mótorsmiðja er farin af stað í Brákarey og ljóst að sú starfsemi fer vel af stað.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.19:26
IndriðiJósafatsson
(sign)