Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

25. fundur 25. september 2008 kl. 10:10 - 10:10 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 25 Dags : 25.09.2008
FUNDARGERÐ
25. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 25. september 2008 kl. 18.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
 
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Ari Björnsson
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
 
Dagskrá:
 
1. Stefnumótunarvinna.
Valdimar Gunnarsson mætti á fundinn og kynnti stefnumótunarvinnu sem var unnin fyrir sveitarfélagið Árborg af fyrirtækinu Rækt ehf. Tómstundanefnd samþykkti að kynna sér hvernig úrvinnslu skýrslunnar er háttað í Árborg.
 
2. Þróunaráætlun málaflokksins.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram Þróunaráætlun málaflokksins.
 
3. Kynningardagur á tómstundastarfi í Borgarbyggð.
Rætt um kynningardag tómstundaaðila í Borgarbyggð á Sauðamessu 4. okt n.k. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála og hve margir hafa tilkynnt um þátttöku á kynningardeginum.
 
4. Erindi frá Golfklúbbi Borgarness.
Erindi frá Golfklúbbi Borgarness lagt fram og kynnt.
 
5. Bréf frá Samráðshópi um forvarnir í Borgarbyggð.
Bréf frá Samráðshópi um forvarnir lagt fram þar sem rætt er um verkefnið "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf". Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna sér verkefnið og leggja fyrir tómstundanefnd á næsta fundi.
 
6. Aðalfundur Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandi haldin 10. okt í Borgarnesi.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá aðalfundi og ráðstefnu samtakanna sem fram fer í Borgarnesi 10. okt. n.k.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.15
Indriði Jósafatsson
(sign)