Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 26
Dags : 14.10.2008
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
26. fundur tómstundanefndar
Fundur í tómstundanefnd Borgarbyggðar
þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 10.30 í Ráðhúsi Árborgar
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Sigríður Bjarnadóttir
Kristmar Ólafsson
Guðmundur Sigurðsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi:Indriði Jósafatsson
Dagskrá:
1. Kynnisferð í Árborg
Vinnufundur með fulltrúum Árborgar þeim Gylfa Þorkelssyni formanni íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, Andrési Sigurvinssyni verkefnastjóra og Braga Bjarnasyni íþrótta- og tómstundafulltrúa. Kynnt var nýútkomin forvarnarstefna Árborgar og farið yfir stefnumótunarvinnu sem gerð var fyrir málaflokkinn.
Eftir hádegi var síðan fundað með Erni Guðnasyni framkvæmdarstjóra Umf. Selfoss og Brynjari Karli Sigurðssyni formanni íþróttafélags FSu sem fóru yfir aðkomu þeirra félaga að stefnumótunarvinnunni.
Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 15.00 og haldið heim.
(sign)