Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 27
Dags : 30.10.2008
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
27. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 30. október 2008 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Nýting á íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram gögn um nýtingu mannvirkja þar sem af er vetrar.
2. Erindi frá Golfklúbbi Borgarness
Formanni tómstundanefndar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn klúbbsins.
3. Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar
Erindi félagmálastjóra lagt fram og kynnt.
4. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun 2009
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.18.30.
(sign)