Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

29. fundur 08. desember 2008 kl. 17:02 - 17:02 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 29 Dags : 08.12.2008
FUNDARGERÐ
29. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
mánudaginn 8. desember 2008 kl. 16.30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir
Ari Björnsson
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi:Indriði Jósafatsson
 
 
Formaður setti fund.
Dagskrá:
 
 
1. Mótorsmiðja 14 – 25 ára í Brákarey
Farið var í kynnisferð út í Brákarey og aðstaða mótorsmiðju skoðuð. Ungmenni úr Mími tóku á móti tómstundanefnd og kynntu vinnu sína.
 
2. Fjárhagsáætlun 2009
Samþykkt samhljóða tillaga tillaga tómstundanefndar til sveitarstjórnar varðandi fjárhagsáætlun fyrir áið 2009. Ljóst er að skerða þarf þjónustu á ýmsum sviðum. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að vinna minnisblað þar sem útlistaðar eru tillögur nefndarinnar.
 
3. Fundargerð Ungmennaráðs Borgarbyggðar
Fundargerð ungmennaráðs lögð fyrir.
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.19.30.
IndriðiJósafatsson
(sign)