Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 29
Dags : 08.12.2008
Indriði Jósafatsson
FUNDARGERÐ
29. fundur tómstundanefndar
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
mánudaginn 8. desember 2008 kl. 16.30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir
Ari Björnsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi:Indriði Jósafatsson
Formaður setti fund.
Dagskrá:
1. Mótorsmiðja 14 – 25 ára í Brákarey
Farið var í kynnisferð út í Brákarey og aðstaða mótorsmiðju skoðuð. Ungmenni úr Mími tóku á móti tómstundanefnd og kynntu vinnu sína.
2. Fjárhagsáætlun 2009
Samþykkt samhljóða tillaga tillaga tómstundanefndar til sveitarstjórnar varðandi fjárhagsáætlun fyrir áið 2009. Ljóst er að skerða þarf þjónustu á ýmsum sviðum. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að vinna minnisblað þar sem útlistaðar eru tillögur nefndarinnar.
3. Fundargerð Ungmennaráðs Borgarbyggðar
Fundargerð ungmennaráðs lögð fyrir.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.19.30.
(sign)