Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

30. fundur 09. febrúar 2009 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 30 Dags : 09.02.2009
FUNDARGERÐ
30. fundur tómstundanefndar
 
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
mánudaginn 9. febrúar 2009 kl. 18.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Ari Björnsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
 
1. Staða mála
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá starfsemi í íþróttamiðstöðvum og félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins. Farið var yfir þær breytingar á þjónustu sem framundan eru varðandi opnunartíma. Rætt var um fjárhagsáætlun. Farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á félagsmiðstöðvum í dreifbýli.
Unglingar í félagsmiðstöðvum í dreifbýli er nú boðið upp á akstur í starfið í Óðali einu sinni í mánuði og tókst það vel þegar það var gert á diskóteki síðasta föstudag.
 
2. Gesta og iðkendatölur 2008
Gestir Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi voru um 145.000 á síðasta ári sem er fækkun um fimm þúsund gesti frá fyrra ári.
 
3. Akstursstyrkir.
Rætt um akstursstyrki sem Borgarbyggð hefur veitt vegna aksturs barna úr dreifbýli. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að fara yfir reglugerðina og leggja fram tillögu á næsta fundi.
 
4. Styrkir til íþrótta- æskulýðs og tómstundamála.
Rætt um reglugerð v/styrkja til íþrótta,- æskulýðs- og tómstundamála. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að fara yfir reglugerðina fyrir næsta fund tómstundanefndar.
 
5. Íþróttamaður Borgarbyggðar 2008
 
Tilnefnd eru:
Hestamennska
Heiðar Árni Baldursson – Hestamannafélaginu Faxa er hestamaður ársins.
 
Frjálsar íþróttir
Sigmar Aron Ómarsson – Umf. Íslendingi
Orri Jónsson – Umf. Dagrenning
Tómstundanefnd velur Sigmar Aron Ómarsson sem frjálsíþróttamann ársins.
 
 
 
Sund
Jón Ingi Sigurðsson - Umf. Skallagrím er sundmaður ársins.
 
Blak
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir - Umf. Íslendingi er blakmaður ársins.
 
Badminton
Bjarki Pétursson – Umf. Skallagrím er badmintonmaður ársins.
 
Körfuknattleikur
Sigurður Þórarinsson – Umf. Skallagríms er körfuknattleiksmaður ársins.
 
Knattspyrna
Guðmundur Björn Þorbjörnsson – Umf. Skallagrím er knattspyrnumaður ársins.
 
Golf
Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgarness er golfari ársins.
 
Úr þessum ágætu tilnefningum útnefndi tómstundanefnd Borgarbyggðar Bjarka Pétursson sem Íþróttamann Borgarbyggðar árið 2008
 
Ákveðið var að heiðra landsliðsfólk sem valið var í landslið á síðasta ári.
Valur Orri Valsson - U15 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.
Bjarki Pétursson U15 unglingalandslið í golfi
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – A- landslið kvenna í körfuknattleik.
Tinna Kristín Finnbogadóttir – Unglingalandsliðssæti í skák.
Hulda Rún Finnbogadóttir. – Unglingalandsliðssæti í skák.
Tómstundanefnd hefur ákveðið að heiðra Símon Aðalsteinsson fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála um langt árabil í héraðinu.
 
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.19.30.
IndriðiJósafatsson
(sign)