Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

31. fundur 26. mars 2009 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 31 Dags : 26.03.2009
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 26. mars 2009 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Ari Björnsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: IndriðiJósafatsson
 
Formaður setti fund.
Dagskrá:
 
1. Formannskjör
Vegna breytinga á nefndumBorgarbyggðar hefur Björn Bjarkihætt formennsku ítómstundanefnd og var Kristmar Ólafsson kjörinn formaður í hans stað.
 
2. Staða mála
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi fór yfir stöðu mála og lýsti áhyggjum sínum af atvinnuhorfum ungmenna á komandi sumri sérstaklega þeirra sem eru á menntaskólaaldri. Tómstundanefnd leggur áherslu á að komið verði á vinnuteymi starfsmanna Borgarbyggðar sem sjái um skipulagingu og samþættingu atvinnuátaksverkefna.
 
3. Sumarstarfið
Auglýsing um afleysingar og flokksstjórastörf fara út eftir helgi ásamt útboðsauglýsingum fyrir tjaldstæði og sundlaugina Varmalandi. Framundan er vinna við að afla upplýsinga frá deildum og félögum í sumarstarfsbækling og gefa hann út.
 
4. Körfuboltaakademía
Pálmi Blængsson formaður körfuknattleiksdeildar mætti á fundinn og kynnti hugmyndir um íþróttaakademíu við Menntaskóla Borgarfjarðar í samstarfi skólans og körfuknattleiksdeildar. Tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með hugmyndina og mælir með því að byggðarráði verði kynnt verkefnið sem fyrst.
 
5. Umræða um reglur v/aksturskostnaðar og styrki til íþrótta- og æskulýðsmála
Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að auglýsa styrki til æskulýðsstarfa og renni frestur til umsókna út 20. apríl n.k. Umræðu um reglur v/aksturskostnaðar frestað til næsta fundar.
 
6. Starfsáætlun
Starfsáætlun tómstundanefndar 2009 lögð fram. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi fór yfir einstaka liði, starfsáætlun samþykkt með áorðnum breytingum.
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.19.10.
IndriðiJósafatsson