Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

32. fundur 30. apríl 2009 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 32 Dags : 30.04.2009
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 30. apríl 2009 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ari Björnsson
Guðmundur Sigurðsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
 
1. Styrkir til íþrótta,- æskulýðs- og tómstundamála í Borgarbyggð 2009
 
Alls bárust 14 fullgildar umsóknir til tómstundanefndar sem fór vandlega yfir gögn sem þeim fylgdu. Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi úthlutun beinna styrkja.
 
Umf. Skallagrímur .............................3.300.000
Umf. Íslendingur ................................ 350.000
Umf. Stafholtstungna .......................... 250.000
Umf. Reykdæla .................................... 350.000
Hestamannafél. Skuggi......................... 200.000
Golfklúbbur Borgarness ........................200.000
Skátafélag Borgarness ...........................150.000
Leikjanámskeið Hanna S. Kjartansd. ....100.000
Húsráð Mímis ungmennahúss................. 50.000
Mótorsmiðjan Brákarey........................... 50.000
Leikjanámskeið Sólrún H. Bjarnad.................. 0
Nemendafélag GB ..........................................0
Hestamannafél. Snæfellingur ...........................0
Nemendafélag MB - NMB ...............................0
 
Samtals mælir nefndin með þessari úthlutun styrkja til félaga samtals að upphæð 5.000.000 -kr. Tómstundanefnd vekur athygli á að staða frjálsra félagasamtaka til tekjuöflunar hefur sjaldan verið erfiðari. Mikilvægt er því að styrkir sveitarfélagsins taki mið af þessu ástandi svo öflugu starfi undanfarinna ára verði ekki stefnt í voða.
 
2.Sumarstarf
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir sumarstarf sem framundan er.
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.00
Indriði Jósafatsson