Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

33. fundur 28. maí 2009 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 33 Dags : 28.05.2009
Fundur haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar
fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 17.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Björn Bjarki Þorsteinsson
Kristmar Ólafsson
Ásdís Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson
 
 
Formaður setti fund.
 
Dagskrá:
 
1. Starfsdagur í íþróttamiðstöð
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir sumarstarfið og sagði frá starfsdegi í íþróttamiðstöð, hæfnisprófi og skyndihjálparnámskeiði og viðgerðum sem farið hafa fram síðustu daga í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
 
2. Sundlaugin Varmalandi
Ekkert tilboð barst í rekstur tjaldstæða né sundlaugar á Varmalandi. Búið er að bóka margar helgar á tjaldstæðum í sumar og talin þörf að opna sundlaugina vegna þess.
Tómstundanefnd leggur til að sundlaugin verði höfð opin frá kl. 13.00 – 18.00 um helgar og frá kl. 16.00 – 20.00 á föstudögum. Auk þess verði opið á fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 – 22.00 í sumar vegna æfinga Stafholtstungna og fyrir almenning.
 
3. Atvinnumál ungmenna - Átaksverkefni.
Rætt var um fund Ungmennaráðs Borgarbyggðar vegna atvinnumála framhaldsskólanema sem fram fór í ungmennahúsinu Mími s.l. mánudag. Sagt var frá verkefni sem atvinnulausum framhaldsskólafólki stendur til boða í sumar í samvinnu við Háskólann á Bifröst.
Rætt um átaksverkefni sem Borgarbyggð hefur sótt um stuðning í til Vinnumálastofnunar og hyggst setja af stað í sumar.
 
4.Bréf frá Umf. Skallagrím
Framlagt þakkarbréf frá aðalstjórn Umf. Skallagríms v/ styrks frá Borgarbyggð.
 
5. Kynning á rannsókn menntaskólanema
Ólafur Þór Jónsson menntaskólanemi kom á fundinn og kynnti rannsókn sem unnin var af honum og Heiðu Guðmundsdóttur í tölfræðiáfanga í stærðfræði við Menntaskólann í Borgarnesi um þátttöku unglinga í íþróttum- og æskulýðsstarfi.
 
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.00