Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

1. fundur 07. júlí 2010 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 1 Dags : 07.07.2010
Fundargerð
Tómstundanefnd Borgarbyggðar 1. fundur
7. júlí 2010 í ráðhúsi Borgarbyggðar

Miðvikudaginn 7. júlí 2010 kom tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar saman til fundar kl. 15:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mætt voru: Eiríkur Jónsson formaður, Anna Berg Samúelsdóttir varaformaður, Hjalti R. Benediktsson, María Júlía Jónsdóttir og Stefán Ingi Ólafsson. Einnig sátu gestir fundinn, þau Margrét Baldursdóttir og Ómar Bragi Stefánsson á meðan á kynningu þeirra stóð.
 
Formaður setti fund og bauð nefndarmenn velkomna.
Dagskrá
 
1. Kynning á unglingalandsmóti UMFÍ.
Ómar Bragi Stefánsson og Margrét Baldursdóttir voru með kynningu á unglingalandsmótinu sem halda á í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina og fóru yfir stöðu mála varðandi undirbúning.
 
2. Kynning formanns.
Formaður fór yfir nokkur mál varðandi störf nefndarinnar. Ákveðið var að fundir nefndarinnar væru öllu jafna fyrsti mánudagur í mánuði kl. 16.00.
 
3. Kynning á fundi v/ fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar 2011.
Formaður kynnti fund v. fjárhagsáætlun næsta árs þann 10. ágúst. n.k. og hvatti nefndarmenn til að mæta.
 
4. Kynning á námskeiði fyrir nefndarmenn.
Formaður kynnti námskeið fyrir fólk sem starfar í nefndum. Fyrirhugað er að halda námskeiðið í lok ágúst.
 
5. Hlutverk tómstundanefndar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram handbók fyrir tómstundanefnd sem inniheldur erindisbréf, starfslýsingar og starfsáætlanir ásamt lögum og reglugerðum sem heyra undir málaflokkinn.
 
6. Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun 2010 fyrir málaflokkinn og stöðuna í dag.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála og farið var yfir fjárhagsáætlun 2010.
 
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.18:30.
Fundargerð ritaði Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.