Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

2. fundur 09. ágúst 2010 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 2 Dags : 09.08.2010
Mánudaginn 9. ágúst 2010 kom tómstundanefnd Borgarbyggðar saman til fundar kl. 16:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru: Eiríkur Jónsson formaður, Anna Berg Samúelsdóttir varaformaður, Hjalti R. Benediktsson, María Júlía Jónsdóttir og Stefán Ingi Ólafsson.
Dagskrá
 
 1. Stuðningur við iðkendur – akstursstyrkir, tómstundarkort.
Framlagt:
  1. Reglur Borgarbyggðar um styrki vegna aksturs unglinga í dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð.
  2. Reglur um niðurgreiðslu æfingagjalda í Kópavogi.
  3. Reglur um „Ávísun á öflugt tómstundastarf“ (Akranes)
  4. Reglur um „Hvatagreiðslur“ vegna íþrótt- og/eða tómstundastarfs (Árborg)
  5. Reglur um „Frístundakort“ (Reykjavík)
Upp kom hugmynd um að senda íþróttaávísun á unglinga í Borgarbyggð. Byrja smátt og sjá hvernig þetta mælist fyrir. Þarf að gera kostnaðaráætlun. Halda ætti akstursstyrkjum utan við þetta. Rætt síðar.
 
 1. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar
Framlagt:
  1. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar
  2. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva Akranes
  3. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva Snæfellsbæjar
Gjaldskrá rædd. Skoða þarf gjalskrá betur m.t.t. skiptingu tekna á árskort, miða, staka miða, sauna, ofl. Eiríkur fær Indriða til að útvega þessar tölur fyrir næsta fund. Eins fá tímatöflu í íþróttahúsi Borgarnesi og kanna hvort ekki megi nýta húsið betur t.d. með skiptum sal. Athuga ljósabekki út frá hagkvæmnis og heilsu sjónarmiðum.
 
 1. Íþróttamiðstöðin Borgarnesi – aðsókn og mönnun
Framlagt:
  1. Vaktaplan Íþróttamiðstöðvar Borgarnesi
Lögð verður áhersla á að ekki verði skorið niður í starfsmannahaldi og að gerð verði raunhæf áætlun um fjölda starfsmanna á álagstímum.
 
 
 1. Markmið og áherslur 2011
Stefnan verður sett á það að nýta þann meðbyr sem fylgir landsmóti UMFÍ til að efla æskulýðsstarf í Borgarbyggð.
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 18:01.