Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

3. fundur 06. september 2010 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 3 Dags : 06.09.2010
Fundargerð
Tómstundanefnd Borgarbyggðar 3. fundur
6. sept. 2010 í ráðhúsi Borgarbyggðar

Mánudaginn 6. sept. 2010 kom tómstundanefnd Borgarbyggðar saman til fundar kl. 15:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mætt voru: Eiríkur Jónsson formaður, Hjalti R. Benediktsson, María Júlía Jónsdóttir og Stefán Ingi Ólafsson.
Auk þess sat Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundinn.
Dagskrá
1. Unglingalandsmótið í Borgarnesi
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu kostnaðarliði sem snúa að sveitarfélaginu vegna unglingalandsmóts sem haldið var um síðustu verslunarmannahelgi.
 
2. Samningar í málaflokknum
Samningar sem eru í gildi fyrir árið 2010 lagðir fram til kynningar. Rætt um framkvæmdasamning við Golfklúbb Borgarness. Tómstundanefnd óskar eftir skýringu frá byggðaráði af hverju samningurinn heyrir undir þennan málaflokk.
 
3. Dagskrá vetrar í íþróttamiðstöðvum og félagsmiðstöðvum
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti dagskrá vetrar.
Æfingatímar í íþróttasalnum í Borgarnesi eru þétt setnir. Tómstundanefnd leggur áherslu á að íþróttafélögin nýti úthlutaða tíma sem allra best. Í samvinnu við Skallagrím mun nýting á tímum verða skoðuð.
 
4. Stuðningur við iðkendur
Rætt um að fá Gísla Árna Eggertsson ÍTR til að hitta nefndina og kynna fyrirkomulag og reynslu þeirra af hvatagreiðslum.
 
5. Staða fjármála
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að greina tekjur og hvernig þær sundurliðast s.k. verðskrá.
 
6. Starfsmannamál
Starfsmannamál rædd.
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.18:50.
Fundargerð ritaði Indriði Jósafatsson