Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

4. fundur 04. október 2010 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 4 Dags : 04.10.2010
Mánudaginn 4. okt. 2010 kom tómstundanefnd Borgarbyggðar saman til fundar kl. 16:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru: Eiríkur Jónsson formaður, Hjalti R. Benediktsson, Anna Berg Samúelsdóttir, María Júlía Jónsdóttir og Stefán Ingi Ólafsson.
Auk þess sat Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundinn.
Sérstakur gestur fundarins var Gísli Árni Eggertsson aðstoðarsviðsstjóri ÍTR.
Dagskrá
1. Kynning á hvatagreiðslum ÍTR
Gísli Árni Eggertsson aðstoðarsviðsstjóri ÍTR mætti á fundinn og kynnti kosti og galla á hvatagreiðslum sem verið hafa í gangi í Reykjavík í nokkurn tíma.
 
2. Kortasala í íþróttamiðstöðinni
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti skiptingu kortasölu og sölu á stökum miðum á síðasta ári.
 
3. Ungbarnasund
Ungbarnasund fer aftur af stað í innilauginni eftir að leiðbeinandi fannst sem hefur réttindi til að kenna.
Námskeiðið fer fram á föstudögum kl. 15.00 ef þátttaka er næg. Tómstundanefnd mælir með að verð pr. skipti í ungbarnasundið fyrir foreldra með barn verði 1.000 kr.
 
4. Mætingartölur sumarsins
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir gestafjölda sumarsins og er aukning gesta á milli ára um 9.300 talsins.
 
5. Handboltaæfingar
Farið var yfir þær viðmiðunarreglur sem notaðar eru við úthlutun á æfingum í sal.
 
6. Erindi frá stýrihóp um forvarnir í Borgarbyggð
Farið var yfir fundargerð forvarnarhóps. Nefndin kallar eftir að byggðaráð setji skýrar reglur varðandi notkun menningarhúss Borgarbyggðar.
 
7. Þróunaráætlun 06 málaflokks fyrir árið 2011
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram þróunaráætlun fyrir starfið í málaflokknum á næsta ári.
 
8. Kynnisferð tómstundanefndar í mannvirki ( fyrri hluti )
Fundarmenn fóru í kynnisferð í lok fundar í félagsmiðstöðina , á Skallagrímsvöll, í íþróttamiðstöðina og ungmennahúsið Mími. Ákveðið var að seinni hluti kynnisferðar yrði farin mánudaginn 25. okt. kl. 13.00 og þá skoðuð önnur mannvirki sem heyra undir nefndina.
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 19:30.
Fundargerð ritaði Indriði Jósafatsson