Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

7. fundur 10. janúar 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 7 Dags : 10.01.2011
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
 
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Ábyrgð og hlutverk í nýju umhverfi
Páll kynnti breytingar á stjórnsýslunni og hlutverk nefndarinnar og starfsmanna auk þess að kynna þann sparnað sem næst fram með breytingunum.
 
2. Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum
Rætt um stefnumótunarvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum. Formanni falið að óska eftir fundi með forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar vegna undirbúnings að stefnumótunarvinnu.
 
3. Erindi frá byggðarráði
  1. Lagt fram bréf, dags.20.12.2010, frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar vegna stuðnings við meistaraflokka íþróttafélaga í Borgarbyggð og tölvupóstur, dags. 28.12.2010, frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til UMSB. Páll kynnti málið. Fræðslustjóra falið að afla upplýsinga um reglur um styrki til meistaradeilda og leggja fram á næsta fundi.
  2. Lagt fram bréf frá Margréti Friðjónsdóttur, dags. 22.12.2010, vegna akstursstyrkja barna í dreifbýli á íþróttaæfingar. Fyrirkomulagi akstursstyrkja verður ekki breytt fyrir árið 2010 en reglurnar verða teknar til endurskoðunar fyrir úthlutun ársins 2011.
 
4. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar
Rætt um gjaldskrá íþróttamiðstöðva. Tómstundanefnd leggur til að aðgangur að vatnsleikfimi verði innifalinn í árskorti í sundlaug og þrek fyrir eldri borgara og öryrkja. Fræðslustjóra falið að samræma einstaka liði gjaldskrár fyrir næsta fund.
 
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 19:00.