Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

8. fundur 07. febrúar 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 8 Dags : 07.02.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir
 
Stefán Ingi Ólafsson boðaði forföll.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Forvarnarstefna
Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi og forvarnarfulltrúi Borgarbyggðar kom á fundinn og kynnti drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
2. Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum
Rætt um stefnumótunarvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum. Starfsmönnum nefndarinnar falið að vinna drög að verkáætlun fyrir næsta fund.
 
3. Gjaldskrá
  1. Árskort eldri borgara. Byggðarráð hefur samþykkt tillögu tómstundanefndar um að vatnsleikfimi verði innifalin í árskorti fyrir aldraða og öryrkja í þrek og sund.
  2. Lögð fram fyrirspurn um gjald vegna fylgdarmanna fatlaðra í sund. Fylgdarmenn greiða almennt gjald samkvæmt gjaldskrá.
  3. Lögð fram fyrirspurn um afslátt fyrir framhaldsskólanema. Nemar í fullu námi á framhaldsskólastigi fá afslátt af mánaðar- og árskortum í þrek og sund skv. gjaldskrá. Til að fá afsláttinn þarf að framvísa staðfestingu frá skóla.
 
4. Íþróttamaður ársins
Lagðar fram tilnefningar sem borist hafa frá félögum og deildum. Ákveðið að framlengja frest til tilnefninga til föstudagsins 18. febrúar. Fræðslustjóra falið að ganga eftir því að félög og deildir skili inn tilnefningum. Næsta fundi verður flýtt um viku og unnið verður úr tilnefningum á þeim fundi.
 
5. Afreksmannakort
Lagðar fram upplýsingar um afsláttarkjör til afreksmanna. Formanni og fræðslustjóra falið að vinna drög að reglum um afreksmannakort fyrir næsta fund.
 
6. Starfsmannamál
Á fundinn kom Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og kynnti umsögn fræðslustjóra, skrifstofustjóra og sveitarstjóra um umsækjendur í stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja.
 
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 18:50.
Ásthildur Magnúsdóttirritaði fundargerð.