Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

9. fundur 28. febrúar 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 9 Dags : 28.02.2011
FUNDARGERÐ
9. fundar tómstundanefndar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
 
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir var fjarverandi vegna veikinda
Fræðslustjóri:Ásthildur Magnúsdóttir
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Forvarnarstefna
Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi og forvarnarfulltrúi Borgarbyggðar kom á fundinn. Rætt um drög að forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið. Stefnan samþykkt með örlitlum breytingum.
 
2. Stefnumótun í íþrótta- og æskulýðsmálum
Drög að verkáætlun lögð fram og kynnt. Tómstundanefnd óskar eftir heimild til að afla tilboðs í ráðgjöf vegna stefnumótunarvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum.
 
3. Íþróttamaður ársins
Lagðar fram tilnefningar frá félögum og deildum. Tilnefnd eru:
 
Badminton:
Arnór Tumi Finnsson, Umf. Skallagrími er badmintonmaður ársins.
 
Dans:
Erna Dögg Pálsdóttir, Dansíþróttafélagi Borgarfjarðar er dansari ársins.
 
Frjálsar íþróttir:
Orri Jónsson, Umf. Dagrenningu
Sigmar Aron Ómarsson, Umf. Íslendingi
Tómstundanefnd velur Sigmar Aron Ómarsson frjálsíþróttamann ársins.
 
 
Golf:
Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness er golfari ársins.
 
Hestamennska:
Sigrún Rós Helgadóttir, Hestamannafélaginu Faxa.
Gunnar Halldórsson, Hestamannafélaginu Skugga.
Tómstundanefnd velur Sigrúnu Rós Helgadóttur hestamann ársins.
 
Knattspyrna:
Sölvi Gylfason, Umf. Skallagrími er knattspyrnumaður ársins.
 
Körfuknattleikur:
Birgir Þór Sverrisson, Umf. Skallagrími er körfuknattleiksmaður ársins.
 
Sund:
Jón Ingi Sigurðsson, Umf. Skallagrími er sundmaður ársins.
 
Tómstundanefnd útnefnir Jón Inga Sigurðsson íþróttamann Borgarbyggðar árið 2010.
 
Ákveðið að heiðra eftirfarandi aðila sem valdir voru í landslið á síðasta ári:
Bjarki Pétursson – Unglingalandslið U-16 ára í golfi.
Hulda Rún Finnbogadóttir – Unglingalandslið í skák.
Sigmar Aron Ómarsson – A-landslið í dansi.
Tinna Kristín Finnbogadóttir – Unglingalandslið í skák og A-landslið kvenna í skák.
Afhending viðurkenninga fer fram við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti 19. mars 2011.
 
4. Reglur um kort fyrir afreksfólk
Rætt um reglur um fríkort í þrek og sund fyrir afreksfólk í íþróttum. Ákveðið að þau viðmið sem gilt hafa hingað til gildi á meðan unnið er að stefnumótun í málaflokknum. Fræðslustjóra falið að leggja fram drög að skriflegum reglum á næsta fundi.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 19:00.
Ásthildur Magnúsdóttirritaði fundargerð.