Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

83. fundur 25. september 2001 kl. 11:45 - 11:45 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 83 Dags : 25.09.2001
83. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11, 25. september 2001 kl: 11:45.

Mætt voru: Helga Halldórsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Lilja S. Ólafsdóttir
Sigríður Leifsdóttir
Ragna Sverrisdóttir, varafulltrúi
Indriði Jósafatsson, íþr. og æskulýðsfulltrúi
Ásthildur Magnúsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

Dagskrá:

1. Ráðning starfsmanns í félagsmiðstöðina Óðal
Þrjár gildar umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með Eðvari Traustasyni í starfið.
2. Vetrarstarf
Kynnig Indriða á vetrardagskránni í íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð. Einnig kynnti Indriði tölvunámskeið fyrir starfsmenn íþr.miðstöðvar. Þetta námskeið er liður í símenntun starfsmanna íþróttamiðstöðvarinnar.
3. Önnur mál
· Helga formaður, minnti á fundi með deildum Skallagríms. Athuga með endurskoðun á reglum um val á íþr. manni Borgarbyggðar og spurning um að endurskoða á reglur um útleigu félagsmiðstöðvar.
· Rætt var um félagsmiðstöðina Mími
 

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 12:40