Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

12. fundur 02. maí 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 12 Dags : 02.05.2011
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Félagsmiðstöðvar
Nefndarmenn og félagsmálastjóri fóru í heimsóknir í félagsmiðstöðvarnar á Hvanneyri og Bifröst í apríl. Nefndin þakkar góðar viðtökur. Kanna þarf möguleika á nýju húsnæði á Hvanneyri.
 
2. Stefnumótun
Rætt um stefnumótun. Starfsmönnum nefndarinnar falið að ræða við ráðgjafa um verkefnið.
 
3. Sumarstarf fyrir börn
Rætt um sumarstarf fyrir börn. Könnun hefur verið send til foreldra barna f. 2001-2004 í Grunnskólanum í Borgarnesi um áhuga á þátttöku í sumarstarfi fyrir börn sem yrði í umsjón Vinnuskólans.
 
Hjördís Hjartardóttir vék af fundi eftir þennan lið.
 
4. Styrkveitingar
Farið yfir umsóknir sem borist hafa um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála. Þar sem aðeins ein umsókn uppfyllti öll skilyrði var ákveðið að gefa umsækjendum kost á að senda inn þau gögn sem upp á vantar. Úthlutun fer því fram á fundi nefndarinnar mánudaginn 6. júní.
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 19:30.
Ásthildur Magnúsdóttir ritaði fundargerð.