Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

13. fundur 06. júní 2011 kl. 18:00 - 18:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 13 Dags : 06.06.2011
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir, sem ritaði fundargerð
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Stefnumótun
Sigríður Bjarnadóttir, annar þeirra sveitarstjórnarfulltrúa sem munu vinna með nefndinni að stefnumótun í málaflokknum, sat fundinn undir þessum lið.
Rætt um vinnu við stefnumótun í málaflokknum.
 
2. Öryggi sundstaða
Á fundinn kom Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja. Lagt fram dreifibréf, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem varðar öryggi á sundstöðum. Tómstundanefnd leggur áherslu á að öryggi við innisundlaug í Borgarnesi verði bætt og komið verði fyrir öryggismyndavélum sem sýni botn laugarinnar.
 
3. Úthlutun styrkja
Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála eru áætlaðir 4,3 milljónir á árinu 2011. Níu umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum:
 
Hestamannafélagið Faxi
75.000
Golfklúbbur borgarness
150.000
Hestamannafélagið Skuggi
150.000
Skátafélag Borgarness
200.000
Umf. Íslendingur
300.000
Umf. Reykdæla
350.000
Umf. Skallagrímur
3.075.000
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 21:40.