Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 13
Dags : 06.06.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir , sem ritaði fundargerð
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stefnumótun
Sigríður Bjarnadóttir, annar þeirra sveitarstjórnarfulltrúa sem munu vinna með nefndinni að stefnumótun í málaflokknum, sat fundinn undir þessum lið.
Rætt um vinnu við stefnumótun í málaflokknum.
2. Öryggi sundstaða
Á fundinn kom Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja. Lagt fram dreifibréf, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem varðar öryggi á sundstöðum. Tómstundanefnd leggur áherslu á að öryggi við innisundlaug í Borgarnesi verði bætt og komið verði fyrir öryggismyndavélum sem sýni botn laugarinnar.
3. Úthlutun styrkja
Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála eru áætlaðir 4,3 milljónir á árinu 2011. Níu umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum:
Hestamannafélagið Faxi | 75.000 |
Golfklúbbur borgarness | 150.000 |
Hestamannafélagið Skuggi | 150.000 |
Skátafélag Borgarness | 200.000 |
Umf. Íslendingur | 300.000 |
Umf. Reykdæla | 350.000 |
Umf. Skallagrímur | 3.075.000 |
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 21:40.