Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

84. fundur 25. október 2001 kl. 17:20 - 17:20 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 84 Dags : 25.10.2001
84. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11, 25. október 2001 kl: 17:10.
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Lilja Ólafsdóttir
Sigríður Leifsdóttir
Ragna Sverrisdóttir
varafulltrúar: Íris Grönfeldt, varafulltrúi
íþr. og æskulýðsfulltrúi: Indriði Jósafatsson

Dagskrá: 1. Umræður um fjárhagsáætlun 2002.
· Indriði kynnti lauslega fjárhagsáætlun fyrir árið 2002, einnig helstu verkefni framundan í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
· Rætt var um framtíðaruppbyggingu á svæði íþróttamiðstöðvarinnar. Tómstundanefnd leggur til að skipuð verði nefnd, nú þegar, sem fylgir eftir forhönnunarvinnu vegna stækkunar íþróttamiðstöðvarinnar sbr. fjárhagsáætlun.
· Umræður um stækkun og tækjakaup í þreksal. Tómstundanefnd óskar eftir að keypt verði tvö lítið notuð hlaupabretti í stað þess að kaup ný bretti.
· Endurnýjun verði á tækjabúnaði í þreksal á næsta ári. Keyptar verði 5 - 6 nýjar vélar. Milliveggur verði færður út á áhorfendapalla sundlaugar.
2. Reglur um kjör á íþróttamanni Borgarbyggðar, frestun umræðu til næsta fundar.
3. Reglur fyrir Félagsmiðstöðina Óðal, frestun umræðu til næsta fundar.
4. Önnur mál:
· Íris Grönfeldt sækir um styrk vegna tölvukaupa (sjá fylgiskjal).
· Beiðni frá VÍS um samstarf við íþróttamiðstöðina vegna afsláttar fyrir Fplús tryggingahafa í þreksal.
· Framlagt bréf frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Tóbaksvarnarnefnd.
· Framlagt bréf frá UFE (ungt fólk í Evrópu).
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl: 19:15
Lilja Ólafsdóttir
fundarritari.