Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

85. fundur 01. nóvember 2001 kl. 18:00 - 18:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 85 Dags : 01.11.2001
85. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var haldinn að Borgarbraut 11,
1. nóvember 2001 kl. 18:00.
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Helga Halldórsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Lilja S. Ólafsdóttir
Sigríður Leifsdóttir
varafulltrúi: Ragna Sverrisdóttir
íþr. og æskulýðsfulltr. Indriði Jósafatsson

Dagskrá:
1. Umræður um fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.
· Tómstundanefnd leggur til að aðgangseyrir í sundlaug verði óbreyttur á fjárhagsáætlun næsta árs en verð á heilsukortum, 10 miða kort og stakir miðar í þreksal hækki um 6%. Annað verði óbreytt.
· Tómstundanefnd beinir því til bæjarstjórnar að peningalegir styrkir til úthlutunar verði hækkaðir úr kr. 2.500.00 í kr. 3.200.000, þar sem greiðslur v/eldri samninga lækka um 680.000 á árinu 2002. Framkvæmdastyrkir verði færðir sérstaklega.
2. Önnur mál
· Endurskoðun á reglum fyrir félagsmiðstöðina Óðal. Tómstundanefnd mælir með að 6. grein reglna frá 13. nóvember 1996 taki eftirtöldum breytingum. Heimilt er að leigja félagsmiðstöðina til annarra en eigenda stangist það ekki á við venjubundna starfsemi sem þar fer fram og vímuvarnastefnu Borgarbyggðar. Allir sem fá…….
Ennfremur að 8. grein sömu reglna verði felld niður.
· Endurskoðun á reglum fyrir vali á íþróttamanni ársins í Borgarbyggð. Ekki lagðar til breytingar.
· Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti umgengnisreglur í félagsmiðstöðinni Óðali.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl: 20:45
Lilja S. Ólafsdóttir
fundarritari