Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

14. fundur 15. ágúst 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 14 Dags : 15.08.2011
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
Fræðslustjóri: Ásthildur Magnúsdóttir, sem ritaði fundargerð
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Stefnumótun
Bjarki Þorsteinsson og Sigríður G. Bjarnadóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Rætt um vinnu við stefnumótun í málaflokknum. Samið verður við Stefán Gíslason um ráðgjöf vegna stefnumótunarvinnunnar. Stefnt að því að halda opinn stefnumótunarfund fimmtudaginn 1. september klukkan 18 til 22.
 
2. Erindi frá byggðarráði
Bréf frá UMFÍ, sem byggðarráð vísaði til umsagnar tómstundanefndar, lagt fram og rætt. Í Borgarbyggð er mjög góð aðstaða til mótahalds og nefndin telur tilvalið að nýta þá góðu aðstöðu sem er til staðar í sveitarfélaginu.
 
 
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 18:00.