Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

15. fundur 12. september 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 15 Dags : 12.09.2011
FUNDARGERÐ
15. fundar tómstundanefndar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Eiríkur Jónsson formaður
Hjalti R. Benediktsson
María Júlía Jónsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Anna Berg Samúelsdóttir
Fræðslustjóri:Ásthildur Magnúsdóttir, sem ritaði fundargerð
Félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Stefnumótun
Á fundinn komu Silja Steingrímsdóttir sem vinnur með nefndinni að stefnumótun í málaflokknum, Bjarki Þorsteinsson og Sigríður Bjarnadóttir, fulltrúar sveitarstjórnar í stefnumótunarvinnunni, og sátu fundinn undir þessum lið.
Rætt um íbúafundinn sem haldinn var fimmtudaginn 1. september sl. í Hjálmakletti. Silja lagði fram og kynnti samantekt sína frá fundinum. Ákveðið að áframhaldandi vinna verði í samráði við íbúa þannig að drög að stefnu verði birt á netinu og hægt verði að gera athugasemdir við þau. Stefnt að því að ljúka vinnu við stefnumótun í byrjun nóvember.
 
2. Félagsmiðstöðvar
Hjördís lagði fram og kynnti yfirlit yfir fjárhagsstöðu félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.
Leigusamningi um húsnæði félagsmiðstöðvarinnar á Hvanneyri hefur verið sagt upp. Hjördísi falið að kanna kosti þess að bjóða upp á akstur í Óðal í Borgarnesi.
 
Hjördís og Hjalti véku af fundi.
Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja mætti á fundinn.
 
3. Þróunaráætlanir
Þróunaráætlun íþróttamannvirkja fyrir árið 2012 lögð fram og rædd.
Einnig lögð fram tvö tilboð sem borist hafa í yfirbreiðslur á sundlaug og heita potta í Borgarnesi. Ingunni falið að kanna hvað sparast hefur hjá þeim sveitarfélögum sem hafa sett hafa yfirbreiðslur yfir sundlaugar.
 
 
4. Öryggismál í sundlaugum
Lagt fram minnisblað um öryggismál í sundlaugum Borgarbyggðar, sem byggðarráð vísaði til umfjöllunar í nefndinni og óskaði jafnframt eftir tillögum um úrbætur.
 
Með hliðsjón af minnisblaðinu leggur tómstundanefnd eftirfarandi til:
 
a. Stöðugildi í ÍÞMB verði áfram 10.
b. Botnmyndavélum verði komið fyrir í innilauginni í Borgarnesi og í sundlaugunum á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi.
c. Tryggt verið að gæsla verði í búningsklefum beggja kynja á skólatíma í öllum íþróttahúsum.
d. Athugað verði hvort undanþága fáist vegna laugargæslu á veturna á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum.
e. Sveitarfélagið losi sig undan ábyrgð og kostnaði við rekstur sundlaugarinnar Brúnar í Bæjarsveit.
f. Fundin verði leið til að minnka dýpi kennslulauga.
g. Keyptar verði auðkennismerkingar fyrir hópa, t.d. armbönd.
h. Bætt verði úr merkingum við sundlaugar.
 
5. Gestakomur í sund
Frestað til næsta fundar.
 
 
 
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 20:15.