Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Tómstundanefnd, fundur nr. 16
Dags : 03.10.2011
FUNDARGERÐ
16. fundar tómstundanefndar
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Eiríkur Jónsson formaður
María Júlía Jónsdóttir
Anna Berg Samúelsdóttir
Einnig sátu fundinn Sigríður Bjarnadóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson fulltrúar sveitarstjórnar í stefnumótun í tómstundamálum, Silja Steingrímsdóttir sem vinnur með nefndinni varðandi stefnumótun og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1.Stefnumótun
Nefndin fór yfir hugmyndir frá stefnumótunarfundi og athugasemdir sem henni bárust og vann uppkast að næstu útgáfu vinnuskjals sem fer til kynningar á vef Borgarbyggðar. Formaður tekur að sér að ganga frá skjalinu.
Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:10