Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

17. fundur 07. nóvember 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 17 Dags : 07.11.2011
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
María Júlía Jónsdóttir
Anna Berg Samúelsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Bjarni Þór Traustason varamaður
 
Einnig sátu fundinn Sigríður Bjarnadóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson fulltrúar sveitarstjórnar í stefnumótun í tómstundamálum, Silja Steingrímsdóttir sem vinnur með nefndinni varðandi stefnumótun, Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri og Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri sem ritaði fundargerð.
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Stefnumótun
Rætt um vinnu við stefnumótun og farið yfir athugasemdir sem komu fram á fundi nefndarinnar með formönnum deilda Skallagríms í síðustu viku. Samþykkt að boða til fundar með hagsmunaaðilum snemma á næsta ári.
 
2. Erindi frá Sigríði Bjarnadóttur
Lagt fram erindi frá Sigríði Bjarnadóttur um tóbaksnotkun í og við stofnanir sveitarfélagsins. Tóbaksnotkun í stofnunum fyrir börn og unglinga, þar með talið íþróttahúsum, er bönnuð með landslögum. Nefndin beinir því til forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins og forsvarsmanna íþrótta- og æskulýðsstarfs að fylgja eftir þessu banni. Að öðru leyti er erindinu vísað til endurskoðunar forvarnarstefnu Borgarbyggðar.
 
3. Erindi frá UMSB
Lagt fram erindi frá UMSB þar sem óskað er eftir fundi með nefndinni vegna kjörs íþróttamanns ársins. Samþykkt að bjóða UMSB á næsta fund nefndarinnar.
 
4. Fjárhagsáætlun
Unnið í fjárhagsáætlun. Áætlun skilað til byggðarráðs með ca. 8 milljón króna kostnaði umfram ramma.
 
 
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 21:00.