Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

18. fundur 05. desember 2011 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 18 Dags : 05.12.2011
FUNDARGERÐ
18. fundar tómstundanefndar
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Eiríkur Jónsson formaður
María Júlía Jónsdóttir
Anna Berg Samúelsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Hjalti R. Benediktsson
 
Einnig sat fundinn Sigríður Bjarnadóttir fulltrúi sveitarstjórnar í stefnumótun í tómstundamálum, Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Stefnumótun í Tómstundamálum
Rætt um væntanlegan fund með hagsmunaaðilum snemma á næsta ári. Stefnt að fundi 4. febrúar. Starfsmanni falið að boða hagsmunaaðila.
Vinnuhópur vinnur áfram að málinu milli funda.
 
2. Kjör á íþróttamanni ársins
Erindi hefur borist frá UMSB um að samvinna verði um kjör eins íþróttamanns ársins í Borgarfirði. Fulltrúar UMSB mættu á fundinn. UMSB tekur að sér að útfæra hugmyndina nánar
 
3. Fjárhagsáætlun
Páll Brynjarsson gerði grein fyrir stöðunni í vinnu við fjárhagsáætlun og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á áætluninni frá nefndinni.
 
 
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:00.