Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

19. fundur 09. janúar 2012 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 19 Dags : 09.01.2012
19. fundur Tómastundanefndar Borgarbyggðar haldinn mánudaginn 9. janúar kl. 16:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14.
 
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Hjalti R. Benediktsson
Erla Stefánsdóttir ( varamaður )
Einnig sátu fundinn Sigurþór Kristjánsson forstöðumaður félagsmiðstöðva ( undir lið 2. ), Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
1. Stefnumótun.
Vinnuhópurinn kynnti hugmyndir að uppsetningu á vinnudeginum 4. febrúar. Starfsmönnum falið að senda fundarboð á hagsmunaaðila og auglýsa fundinn í Íbúanum, þar sem óskað verði eftir skráningum á fundinn. Vinnuhópurinn vinnur áfram að undirbúningi vinnudagsins.
 
2. Félagsmiðstöðvar
Lögð fram samantekt forstöðumanns félagsmiðstöðva um starfsemina. Umræður.
 
3. Forvarnarstefnan.
Stefnt að umræðu um málið á marsfundi og fá þá forvarnarfulltrúa á fund nefndarinnar.
 
4. Styrkir til íþrótta- æskulýðs- og tómstundamála.
Starfsmönnum falið að auglýsa eftir umsóknum.
 
5.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva – erindi frá byggðarráði
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá. Samþykkt.
 
6.Önnur mál.
a. Íþróttamaður ársins . Ákveðið að útnefna íþróttamann ársins sunnudaginn 5. febrúar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
b. Þjónustukönnun Capacent Gallup - verður send út og rædd á næsta fundi.
 
Fundi slitið kl. 18:30