Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

20. fundur 30. janúar 2012 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 20 Dags : 30.01.2012
Fundargerð
20. fundur Tómastundanefndar Borgarbyggðar verður haldinn mánudaginn 30. janúar kl. 16:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14.
 
Mættir:
Aðalfulltrúar: Eiríkur Jónsson formaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Stefán Ingi Ólafsson
Hjalti R. Benediktsson
Einnig sátu fundinn, Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
1. Stefnumótun
Gengið frá vinnufundi um stefnumótun laugardaginn 4. febrúar. Starfsmönnum falið að senda út boð með staðsetningu og ganga frá frekari undirbúningi.
 
2. Íþróttamaður ársins
Farið yfir tilnefningar. Afgreitt. Athöfnin fer fram 5. febrúar í Íþróttamiðstöðinni íBorgarnesi í tengslum við leik kvennaliðsins í körfubolta.
3. Þjónustukönnun Capacent Gallup
Könnunin lögð fram. Rætt.
 
 
Fundi slitið. kl. 17:50