Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

25. fundur 03. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Anna Berg Samúelsdóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja sat fundinn undir liðum 1-2.
Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 2 - 5.

1.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Rætt um stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi. Jónína sagði frá vinnu starfshóps Borgarbyggðar og framtíðarnefndar UMSB. Lagt fram minnisblað sem byggðarráð vísaði til nefndarinnar þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð komi að ráðningu verkefnisstjóra til allt að þriggja mánaða til að halda utan um vinnu hópsins og taki þátt í launakostnaði. Tómstundanefnd styður fyrirhugaða samningagerð og hugmyndir um ráðningu verkefnisstjóra.

2.Tómstundaakstur

1208076

Tómstundanefnd fagnar því að hafinn er tómstundaakstur eftir skóla úr dreifbýli sveitarfélagsins, enda er það eitt af því sem rætt var í stefnumótun tómstundamála í fyrra og einnig hefur ungmennaráð lagt áherslu á þetta.
Rætt um úrræði fyrir börn á meðan þau bíða eftir heimferð með Strætó.
Nefndin leggur til að opnunartíminn í Óðali verði til klukkan 18:30 alla virka daga. Einnig að bætt verði aðstaða í íþróttahúsinu í Borgarnesi til að börn og unglingar geti beðið þar eftir strætó. Tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að leita eftir því við Strætó að brottför verði frá íþróttahúsinu.

3.Kynningarmál

1208079

Rætt um kynningu á íþrótta- og tómstundamálum. Ákveðið að stefna að því að haldin verði heilsuvika í Borgarbyggð um miðjan janúar með aðkomu sem flestra.

4.Sumarstarf 2012

1208077

Lögð fram greinargerð félagsmálastjóra um sumarstarf fyrir börn 7-10 ára og 11-13 ára sumarið 2012. Rúmlega 50 börn tóku þátt í starfinu og það er bersýnileg þörf fyrir starfsemi af þessum toga. Nefndin leggur áherslu á að þessi þjónusta verði í boði áfram.

5.Vetrarstarf 2012-2013

1208078

Félagsmálastjóri lagði fram yfirlit yfir fjölda barna á aldrinum 12-15 ára sem búa utan Borgarness. Ákveðið að reka ekki félagsmiðstöð á Hvanneyri í vetur heldur hvetja börn til að nýta sér Óðal og tómstundaakstur.
Samþykkt að fastur fundartími nefndarinnar í vetur verði síðasta miðvikudag í mánuði klukkan 8:15.

Fundi slitið - kl. 18:00.