Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

26. fundur 26. september 2012 kl. 08:15 - 10:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Anna Berg Samúelsdóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ingi Ólafsson aðalmaður
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
  • Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Hjalti R. Benediktsson boðaði forföll. Varafulltrúi hafði ekki tök á að sitja fundinn.

1.Fjárhagsáætlun 2013

1210042

Rætt um fjárhagsáætlun. Tómstundanefnd leggur til að samningar um umhirðu og slátt á íþróttavöllum sveitarfélagsins verði endurskoðaðir.
Rætt um gjaldskrár íþróttahúsa. Samþykkt að endurskoða gjald fyrir sundmiða barna og leigu á íþróttasal.

2.Stefnumótun

1210043

Kristmar Ólafsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri framtíðarnefndar UMSB og Borgarbyggðar til þriggja mánaða. Samþykkt að bjóða verkefnisstjóra og formanni UMSB á næsta fund nefndarinnar.
Rætt um drög að tómstundastefnu Borgarbyggðar. Formanni og fræðslustjóra falið að vinna lokagerð skjalsins og leggja fyrir næsta fund.

Ásthildur vék af fundi og Hjördís tók við ritun fundargerðar.

3.Heilsuvika

1210044

Heilsuvika verður haldin 8. - 14. október í samstarfi við UMSB. Dagskrá verður nánar kynnt á næstu dögum.

Fundi slitið - kl. 10:30.