Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

27. fundur 31. október 2012 kl. 08:15 - 10:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Anna Berg Samúelsdóttir aðalmaður
  • Hjalti R. Benediktsson aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ingi Ólafsson aðalmaður
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
  • Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Farið yfir drög að stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum. Samþykkt að leggja fram endurskoðaða tillögu að stefnu á næsta fundi.
Formaður kynnti viðræður við UMSB um stefnumótun og samstarfsverkefni. Fræðslustjóri sagði frá ferð með fulltrúum sveitarfélagsins og UMSB til Grindavíkur, Selfoss og Hveragerðis sem farin var í síðustu viku.

2.Fjárhagsáætlun 2013

1210042

Rætt um fjárhagsáætlun 2013.
Tómstundanefnd ítrekar að sundlauginni Brún verði lokað.
Nefndin leggur til að leitast verið við að hækka ekki gjaldskrár í íþróttahús en reynt verði að auka sölu á árskortum.
Formanni og starfsmönnum falið að taka saman minnisblað um fjárhagsáætlun.

3.Akstursstyrkir

1210118

Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um akstursstyrki fyrir árið 2012. Nefndin leggur til að akstursstyrkir verði lagðir niður í núverandi mynd og verði nánar útfærðir í væntanlegum samstarfssamningi við UMSB.

4.Íþróttamaður Borgarbyggðar 2012

1210117

Samþykkt að kallað verði eftir tilnefningum um íþróttamann Borgarbyggðar 2012, í samræmi við reglugerð um val á íþróttamanni ársins.

5.Könnun á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi

1210115

Byggðarráð samþykkti að fela tómstundanefnd að gera tillögu að spurningalista í könnun um þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi.
Byggðarráð fól tómstundanefnd að gera tillögu að spurningalista í könnun um þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi. Tómstundanefnd telur mikilvægt að þátttaka og ánægja sé mæld. Formanni og starfmönnum falið að vinna áfram að málinu.

6.Bréf frá Samstarfshóp um forvarnir í Borgarbyggð

1210064

Á fundi byggðarráðs 18.10."12 var lagt fram bréf Samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð varðandi reglur um aldursmörk á skemmtanir í húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Byggðarráð óskaði eftir umsögn tómstundanefndar um erindið.
Byggðarráð óskaði eftir umsögn tómstundanefndar um bréf Samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð, varðandi reglur um aldursmörk á skemmtanir í húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Tómstundanefnd leggur til að Borgarbyggð beiti sér fyrir því að aldurstakmark á almenna dansleiki verði 18 ára alls staðar í sveitarfélaginu.

7.Rekstur Hreppslaugar

1210087

Byggðarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í tómstundanefnd
Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi, sem byggðarráð vísaði til umfjöllunar í tómstundanefnd. Tómstundanefnd leggur til að erindinu verði hafnað.

Fundi slitið - kl. 10:30.