Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

28. fundur 28. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Hjalti R. Benediktsson aðalmaður
  • Stefán Ingi Ólafsson aðalmaður
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Anna Berg Samúelsdóttir og María Júlía Jónsdóttir boðuðu forföll. Varamenn höfðu ekki tök á að sitja fundinn.
Ingunn Jóhannesdóttir sat allan fundinn.
Kristmar Ólafsson sat fundinn undir lið 3.

1.Fjárhagsáætlun 2013

1210042

Rætt um fjárhagsáætlun næsta árs. Fræðslustjóra og félagsmálastjóra falið að vinna áfram að áætluninni í samráði við sveitarstjóra.
Rætt um opnunartíma sundlaugarinnar á Varmalandi. Forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að gera breytingar á opnunartíma þar fyrir næsta sumar.

2.Gjaldskrá íþróttahúsa 2013 - tillaga

1211089

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja. Nefndin samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum.

3.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Kristmar kynnti drög að samningi á milli Borgarbyggðar og UMSB. Einnig var rætt um stefnumótun beggja aðila í íþrótta- og tómstundamálum.

4.Herferð gegn tóbaksnotkun

1211087

Tillaga Sigríðar G. Bjarnadóttur sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 15. nóvember 2012:
"Legg til að tómstundanefnd skipuleggi herferð í samvinnu við íþróttafélög og deildir á svæðinu gegn munntóbaksnotkun í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins."
Tómstundanefnd samþykkir að farið verði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Fræðslustjóra, forvarnarfulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að útfæra herferðina og ýta henni úr vör.

5.Áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum

1211017

Vísað til tómstundanefndar frá byggðarráði.
Lagt fram bréf frá foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum. Í Borgarbyggð er ekki leyfilegt að auglýsa áfengi og tóbak á íþróttasvæðum og því eru engar slíkar auglýsingar á íþróttasvæðum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.