Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

29. fundur 30. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Anna Berg Samúelsdóttir aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ingi Ólafsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Íþróttamaður ársins 2012

1301039

Gengið frá vali á íþróttamanni ársins.

2.Skallagrímsvöllur- greining ráðgjöf

1301063

Á fundinn komu Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Haraldur Már Stefánsson golfvallahönnuður. Ákveðið að fá kostnaðarmat á viðgerðir á vellinum, en nefndin telur mikilvægt að farið verði í þær framkvæmdir strax á þessu ári.

3.Átak í tóbaksvörnum

1301064

Inga Vildís Bjarnadóttir forvarnarfulltrúi og Ingunn Jóhannesdóttir gerðu grein fyrir aðgerðum til að stemma stigu við tóbaksnotkun í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

4.Erindi frá gufubaðsklúbbnum

1301065

Samþykkt að gjaldskrá í Sauna verði óbreytt en boðið verði upp á 10 miða afsláttarkort með 20% afslætti.

5.Mætingar í Óðali

1301062

Sigurþór Kristinsson mætti á fundinn og fór yfir mætingar í Óðali. Mætingum í Óðali hefur fækkað og eru nú í landsmeðaltali. Ákveðið að fylgjast með mætingum í febrúar einnig til að fylgjast með hvort breytingar hafa orðið.

Fundi slitið - kl. 10:30.