Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Dagskrá
Stefán Ingi Ólafsson boðaði forföll.
1.Þjónustukönnun Capacent 2012
1212062
Rætt um þjónustukönnun Capacent.
2.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.
1205008
Farið yfir drög að stefnu í tómstundamálum. Samþykkt að senda drögin til umsagnar í fagnefndum sveitarfélagsins og til stjórnar UMSB. Óskað verður eftir athugasemdum fyrir 15. maí 2013.
3.Samningsdrög
1211195
Rætt um samning við UMSB. Stefnt er að undirritun samningsins í mars 2013.
4.Styrkir til tómstundamála 2013
1302120
Rætt um úthlutun styrkja. Endurskoða þarf reglur um styrkveitingar til tómstundamála með hliðsjón af samningi sveitarfélagsins við UMSB.
5.Skallagrímsvöllur- greining ráðgjöf
1301063
Rætt um skýrslu um Skallagrímsvöll. Fyrir liggur kostnaðarmat og ljóst er að leggja þarf í nokkurn kostnað vegna aðkallandi viðhalds vallarins. Tómstundanefnd hvetur eindregið til þess að ráðist verði í framkvæmdir samkvæmt aðgerðaráætlun sem fylgir skýrslunni og að málið verði tekið upp í byggðarráði.
Fundi slitið - kl. 10:30.