Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

31. fundur 16. apríl 2013 kl. 08:15 - 10:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Anna Berg Samúelsdóttir aðalmaður
  • Hjalti R. Benediktsson aðalmaður
  • María Júlía Jónsdóttir aðalmaður
  • Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
  • Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Stefán Ingi Ólafsson boðaði forföll.

Sigurþór Kristjánsson forstöðumaður Óðals sat fundinn undir lið 1.

1.Mætingar í Óðali

1301062

Sigurþór lagði fram lista yfir mætingar í Óðal í marsmánuði. Rætt um ýmsar nýjungar í starfseminni, m.a. bíósýningar og bætta aðstöðu í kjallaranum.
Starfsmanni falið að kanna möguleika á aðgangi að netinu fyrir nemendur.
Nefndin lýsir ánægju með þjónustu Óðals við þriðjudagshóp félagsþjónustunnar fyrir ungmenni.

2.Tómstundaakstur

1208076

Lagt fram erindi varðandi hegðun einstakra nemenda í tómstundaakstri. Starfsmönnum nefndarinnar falið að afla frekari upplýsinga hjá skólastjóra og bílstjórum tómstundabíla og grípa til viðeigandi agaúrræða.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um nýtingu tómstundarútunnar.

3.Sumarstarf 2012

1208077

Rætt um sumarstarf barna f. 2000 - 2006. Starfið verður með svipuðu sniði og sumarið 2012.

4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Skrifað verður undir samning við UMSB í næstu viku og mun UMSB auglýsa eftir framkvæmdastjóra í framhaldi af því.

5.Styrkir til tómstundamála

1304060

Rætt um úthlutun styrkja. Nefndin samþykkir að reglur Borgarbyggðar um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála verði felldar úr gildi frá og með undirritun samnings við UMSB.
Samþykkt tillaga að reglum um styrki til tómstundastarfs fyrir börn og unglinga. Starfsmönnum nefndar falið að auglýsa eftir umsóknum um styrki.

6.Umsókn um styrk vegna Skátaskálans Flugu

1303003

Umsókn Skátafélags Borgarness þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við Skátaskálann Flugu.
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar tómstundanefndar.
Byggðarráð vísaði umsókn Skátafélgs Borgarness, um styrk vegna framkvæmda við skátaskálann Flugu, til umsagnar tómstundanefndar. Nefndin telur starfsemi skátafélagsins mikilvægan lið í tómstundastarfi og hvetur til stuðnings við það. Í ljósi þess að ekki hefur verið aflað tilskilinna leyfa til framkvæmdarinnar telur nefndin ekki unnt að afgreiða erindið.

7.Erindi um stuðning árið 2013

1303016

Erindi frá Golfklúbbnum Glanna þar sem farið er fram á stuðning við starfsemina á árinu 2013.
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar tómstundanefndar.
Byggðarráð vísaði erindi frá Golfklúbbnum Glanna, þar sem farið er fram á stuðning við starfsemina á árinu 2013, til umsagnar tómstundanefndar. Nefndin leggur til að stutt verði við starfsemi golfklúbbsins með svipuðum hætti og árið 2012.

8.Opnuartími sundlauga

1304059

Rætt um opnunartíma sundlaugarinnar á Varmalandi. Nú þegar hefur verið samþykkt að lengja opnunartímann. Forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að skoða breytingu á opnunartíma í samráði við starfsmann sundlaugarinnar og skila tillögum fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.