Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

88. fundur 20. mars 2002 kl. 17:15 - 17:15 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 88 Dags : 20.03.2002
88. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar haldinn að Borgarbraut 11,
20. mars 2002 kl: 17:15.
Mætt voru:
Sigríður Leifsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Lilja S. Ólafsdóttir
Flemming Jessen
Íris Grönfeldt, varafulltrúi
Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltr.
Ásthildur Magnúsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.
Dagskrá:
1. Styrkir til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfs Borgarbyggðar 2002
Til úthlutunar eru 2.600.000, tólf umsóknir bárust. Tómstundanefnd mælir með eftirfarandi styrkveitingum vegna íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfs Borgarbyggðar.
Íþróttafélagið Kveldúlfur kr. 50.000
Skátafélag Borgarness kr. 50.000
Hestamannafélagið Skuggi kr. 40.000
Barna- og unglingadeild Faxa kr. 20.000
Félagsmiðstöð eldri unglinga Mímir kr. 30.000
Björgunarsveitin Brák kr. 50.000
Golfklúbbur Borgarness kr. 100.000
Nemendafélag Grunnskóla Borgarness kr. 50.000
Nemendafélag Varmalandsskólakr. 30.000
Sóknarnefnd Borgarneskirkju kr. 30.000
Umf. Stafholtstungur kr. 200.000
Umf. Skallagrímur kr. 1.950.000
2. Önnur mál
· Indriði kynnti ýmis mál sem eru í farvatninu.
· Ásthildur kynnti beiðni áhugahóps um íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára, um afnot af íþróttahúsi án endurgjalds á sunnudögum frá kl: 10 - 11 í febrúar, mars og april 2002. Tómstundanefnd mælir með að þetta erindi verði samþykkt.
Óska þessir áhugasömu foreldrar eftir því að Borgarbyggð taki þessa starfsemi alfarið að sér næsta haust.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl: 18:25
Lilja S. Ólafsdóttir
fundarritari