Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

90. fundur 23. maí 2002 kl. 16:20 - 16:20 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 90 Dags : 23.05.2002
90. fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var í haldinn að Borgarbraut 11,
23. maí 2002 kl: 16:15.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Helga Halldórsdóttir
Flemming Jessen
Sigríður Leifsdóttir
Lilja S. Ólafsdóttir
Sigmar H. Gunnarsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúiIndriði Jósafatsson
Dagskrá:
1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti Vinnuskólann. 60 umsóknir um störf bárust. Einnig sagði hann frá þeim námskeiðum sem ætluð eru starfsfólki íþróttamiðstöðvar og fyrirhuguð eru á næstu vikum.
2. Umræður um opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar Mímis í sumar. Tómstundanefnd mælir með að opið verði á fimmtudögum í sumar en bendir jafnframt á að ekki sé gert ráð fyrir sumaropnun á fjárhagsáætlun.
3. Rætt um starfsemi Mótorsmiðju í gamla hafnarhúsinu.
4. Umræður um Græn aðgangskort fyrir íþróttafólk, aldraða og öryrkja.
5. Rætt um starfsemi Umf. Skallagríms og lýsir Tómstundanefnd áhyggjum sínum yfir því hvað erfitt sé að fá fólk til starfa í frjálsum félagasamtökum.
Þar sem þetta var síðasti fundur Tómstundanefndar á þessu kjörtímabili þakkaði formaður samnefndarmönnum sínum og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ánægjulegt samstarf s.l. fjögur ár.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl: 17:30
Lilja S. Ólafsdóttir,
fundaritari.