Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

93. fundur 27. september 2002 kl. 14:00 - 14:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 93 Dags : 27.09.2002
Fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var í haldinn að Borgarbraut 11, 27. september 2002 kl: 14:00.
 
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir
Ari Björnsson
Sigmar H. Gunnarsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri
Linda Udengaard æskulýðs og forvarnarfulltrúi Kópavogs
Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi Reykjavíkur

Dagskrá:

Sóley formaður setti fund.

1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti, dagskrá vetrar í íþróttamiðstöð.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti, dagskrá vetrar í íþróttamiðstöð.
Dagskránni hefur þegar verið dreift í Borgarbyggð. Indriði kynnti einnig aðsóknartölur fyrir fyrstu 8 mánuði ársins í íþróttamiðstöðina, kom fram að nokkur fækkun er frá fyrra ári.
 
2. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti, dagskrá vetrar í félagsmiðstöðvum og mótorsmiðju.
 
3. Linda Udengaard æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Kópavogs kynnti störf sín í Kópavogi.
Linda Udengaard æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Kópavogs kynnti störf sín í Kópavogi.
Hún fór í byrjun yfir íþróttamál, m.a. nýju knattspyrnuhöllina og nýja íþróttamiðstöð sem á að byggja í nágrenni Salaskóla. Næst fór hún yfir starfsemi félagsmiðstöðva en þær eru sjö nú þegar og stefnt er að félagsmiðstöð verði við hvern skóla. Linda fór að lokum yfir könnun sem gerð var á 10. bekk og 1. bekk í framhaldsskóla um vímuefnaneyslu og íþróttaiðkun.
 
4. Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi Reykjavíkur kynnti starfsemi ÍTR í Reykjavík.
Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi Reykjavíkur kynnti starfsemi ÍTR í Reykjavík,
hvernig borginni hefur verið skipt upp í svæði, hvernig fjármunum er skipt niður ofl. Hún fór síðan yfir starfið í Félagsmiðstöðvum (Frístundaheimilum), heilsdagsskóla, íþróttaskóla, ýmis námskeið og klúbba. Hverfasamstarf samræmir framboð á afþreyingu fyrir viðkomandi árgang. Unglingalýðræði er nýr hluti þar sem unglingarnir starfa að sínum eigin málum innan Ungmennaráðs Reykjavíkur.
 
5. Rætt um mál mótorsmiðjunnar í Brákarey.
Rætt um mál mótorsmiðjunnar í Brákarey.
Nefndin er ánægð með þau störf sem unnin hafa verið í smiðjunni frá því að hún tók til starfa í maí. Indriði fór yfir hertar reglur fyrir starfsemina, sem unnar hafa verið eftir það óhapp sem varð þar utan starfstíma nýlega. Álit nefndarinnar er að húsnæðið og staðsetning þess sé ekki heppileg fyrir smiðjuna. Skoða þarf hvort möguleikar eru á að finna hentugra húsnæði.
 
6. Önnur mál.
Indriði sagði frá fundi með stýrihóp um vímuvarnir í Borgarbyggð sem haldinn var
26-0902.
Sóley kynnti bréf frá félagsmálastjóra um endurskoðun á jafnréttisáætlun
Borgarbyggðar.
Sóley sagði frá stöðu mála varðandi íþrótta- og tómstundaskóla í Borgarnesi.
Ákveðið að halda vinnufund um fjárhagsáætlun fljótlega.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl.17,05
Ari Björnsson, fundarritari