Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

94. fundur 31. október 2002 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 94 Dags : 31.10.2002
Fundur Tómstundanefndar Borgarbyggðar var í haldinn að Borgarbraut 11, 31. október 2002 kl: 17:00.
 
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Sóley Sigurþórsdóttir
Ari Björnsson
Þórhildur Þorsteinsdóttir
Jóhanna Erla Jónsdóttir
Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Ásthildur Magnúsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

Dagskrá:

Sóley formaður setti fund.
 
1. Sóley las upp bréf frá Hálfdáni Þórissyni stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Skallagríms, vegna tímatöflu í íþróttasal.
Nefndin leggur áherslu á að börn og unglingar byrji fyrst á daginn í sal og trimmarar endi kvöldið. Stjórn Skallagríms hefur nú þegar að einhverju leiti breytt tímatöflunni, en skipting á úthlutuðum tímum til Skallagríms er í þeirra höndum.
 
2. Fjárhagsáætlun 2003. Indriði og Sóley fóru yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Umræður um ýmsa liði í áætluninni þar sem allir tóku til máls. Ákveðið að halda vinnufund fimmtudaginn 6. nóvember kl.16,00
 
3. Sóley las upp bréf frá Guðrúnu Völu Elísdóttur sem fjallar um verðskrár í íþróttahúsi, systkinaafslátt ofl. Erindið mun verða skoðað í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.
 
4. Framlögð erindi frá bæjarráði:
Landsmót félagsmiðstöðva 2003. Nefndin tekur jákvætt í að mótið verði haldið í Borgarnesi og mun vinna að því.
 
Æskulýðsdagur í tilefni 90 ára afmæli UMSB. Nefndin mælir með að lána íþróttahúsið endurgjaldslaust, Indriði Jósafatsson verður tengiliður við verkefnið.
 
Bréf um átakið "Hættum að reykja". Nefndin hafnar erindinu, verkefni á þessu sviði eru þegar í ákveðnum farvegi hjá vímuvarnarvinnuhóp.
 
5. Bréf frá stjórn foreldrafélagi Leikskólans Klettaborgar um frí afnot af salnum í íþróttahúsinu á sunnudagsmorgnum frá kl. 9 - 11 vegna fimleika fyrir börn fædd 1997 - 1999. Nefndin samþykkir erindið.
 
Fleira ekki
Fundi slitið kl. 19,00
Ari Björnsson (sign)